Gerrard: Ólíklegt að við förum áfram

Steven Gerrard er ekki bjartsýnn fyrir hönd enska landsliðsins.
Steven Gerrard er ekki bjartsýnn fyrir hönd enska landsliðsins. Reuters

Steven Gerrard, sem hefur verið með fyrliðabandið í tveimur síðustu leikjum enska landsliðsins, telur ólíklegt að Englendingar verði á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppni EM í Sviss og Austurríki á næsta árið eftir ósigurinn gegn Rússum í Moskvu í gær. ,,Þetta lítur ekki vel út fyrir okkur en vonandi geta Ísraelar gert okkur greiða," segir Gerrard en eini möguleiki Englendinga að komast á EM er að þeir vinni Króata í síðasta leik sínum og stóli á að Rússar tapi stigum gegn Andorra eða Ísrael.

Verði niðurstaðan sú að England komist ekki í úrslitakeppnina verður það í fyrsta sinn síðan 1994 sem Englendingar verða ekki með á stórmóti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert