England aftur í riðli með Króatíu

Peter Crouch fagnar með David Beckham í leiknum gegn Króatíu …
Peter Crouch fagnar með David Beckham í leiknum gegn Króatíu þar sem England tapaði, 3:2. Reuters

Englendingar mæta Króötum í undankeppni heimsmeistaramótsins en dregið var í riðla í undankeppninni í Durban í Suður-Afríku í dag en Króatar komu í veg fyrir að Englendingar kæmust í úrslitakeppni Evrópumótsins með því að leggja þá á Wembley á miðvikudaginn.

Sjötti riðillin sem Englendingar eru í er þannig skipaður:
Króatía
England
Hvíta-Rússland
Úkraína
Kazakhtstan
Andorra

Englendingar töpuðu báðum leikjunum gegn Króötum í undankeppni HM, þeim síðari 3:2 á Wembley á miðvikudaginn sem gerði vonir Englendinga um að komast í úrslitakeppnina að engu.

Englendingar hafa tvívegis mætt Úkraínumönnum og unnu báða leikina og sömu sögu er að segja um viðureignirnar gegn Andorra. England hefur hins vegar aldrei leikið við Hvíta-Rússland né Kazakhstan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert