Diarra vill yfirgefa Arsenal

Lassana Diarra, til hægri, er ósáttur við fá tækifæri hjá …
Lassana Diarra, til hægri, er ósáttur við fá tækifæri hjá Arsenal. Reuters

Franski knattspyrnumaðurinn Lassana Diarra segist vilja yfirgefa Arsenal, aðeins tæpu hálfu ári eftir að félagið keypti hann frá nágrönnunum í Chelsea.

Diarra, sem er 22 ára miðjumaður, er fastamaður í franska landsliðinu en hefur ekki tekist að vinna sér sæti í liði Arsenal og aðeins fengið tækifæri þegar aðrir miðjumenn hafa verið meiddir eða hvíldir.

„Desember er hálfnaður og ég hef þegar tekið þá ákvörðun að ég vil yfirgefa Arsenal. Málið er að þjálfarinn þarf ekki á mér að halda," sagði Diarra við franska íþróttadagblaðið L'Equipe.

„Þeir hafa ekki not fyrir mig og ég skil það ekki því ég er mun betur metinn í franska landsliðinu. Þegar ég samdi við Arsenal fékk ég ákveðin loforð frá þeim aðilum sem vildu fá mig. En einu leikirnir sem ég hef fengið að taka þátt í eru minniháttar leikir, og ég er búinn að fá nóg af því.

Ég á ekki í neinum útistöðum við herra Wenger, ég ætla ekki að gagnrýna hann eða tala illa um hann. Ég er ekki vandræðagemsi. En ég samdi við Arsenal því ég trúði því að ég fengi tækifæri og þar yrði um heilbrigða samkeppni að ræða. Það hefur ekki gengið eftir," sagði Diarra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert