Ronaldo: Dreymir um að spila á Spáni

Cristiano Ronaldo er ánægður hjá Manchester United en dreymir um …
Cristiano Ronaldo er ánægður hjá Manchester United en dreymir um Spán. Reuters

Cristiano Ronaldo, portúgalski kantmaðurinn hjá Manchester United, sagði eftir að hafa tekið við verðlaunum fyrir þriðja sæti í kjöri FIFA á knattspyrnumanni ársins í gærkvöld að sig dreymdi um að spila með spænsku toppliði.

„Mig langar til að spila með spænsku félagi einhvern tíma. Ég veit ekki hvort það gengur upp en þetta er minn draumur. Stundum langar mann í eitthvað sem er ekki hægt en þetta dreymir mig um," sagði Ronaldo, sem er 22 ára og hefur verið í röðum Manchester United í fjögur ár.

„Spænska 1. deildin er frábær og þar er spilaður fallegur fótbolti. Í Englandi er samt harðasta keppnin að öllu leyti og þar líður mér mjög vel. Ef ég verð til langframa í Manchester, yrði það frábært fyrir mig því ég elska félagið og stuðningsmennina og það væri magnað að spila þar um árabil. En kannski gerist það dag einn að ég spila með spænsku félagi og kemst að raun um hver munurinn er,"  sagði Cristiano Ronaldo við fréttamenn eftir kjörið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert