Man.Utd efst eftir stórsigur

Leikmenn Manchester United fagna Cristiano Ronaldo eftir að hann kom …
Leikmenn Manchester United fagna Cristiano Ronaldo eftir að hann kom Man.Utd í 3:0 í Sunderland. Reuters

Manchester United komst í dag á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með því að vinna stórsigur á Sunderland á útivelli, 4:0. Liverpool slapp fyrir horn og vann Derby, 2:1, með marki frá Steven Gerrard á síðustu mínútunni.

Man.Utd er með 45 stig en Arsenal er með 43 stig og mætir Portsmouth á útivelli kl. 19.45. Chelsea er með 38 stig og Liverpool lyfti sér uppí fjórða sætið með 36 stig.

Sunderland - Manchester United 0:4
Wayne Rooney kom Man.Utd yfir á 20. mínútu með skoti frá vítateig eftir sendingu frá Wes Brown. Louis Saha bætti við marki, 0:2, á 30. mínútu eftir sendingu frá Rooney. Cristiano Ronaldo skoraði þriðja markið á lokamínútu fyrri hálfleiks, beint úr aukaspyrnu. Saha skoraði sitt annað mark úr vítaspyrnu á 86. mínútu, 0:4.

Lið Man.Utd: Kuszczak - Brown, Ferdinand, Vidic, O'Shea - Ronaldo, Carrick, Fletcher, Nani - Rooney, Saha.
Varamenn: Tévez, Park, Pique, Evra, Heaton.

Derby - Liverpool 1:2
Fernando Torres kom Liverpool yfir á 12. mínútu með því að leika tvo varnarmenn Derby grátt og renna boltanum í netið. James McEveley jafnaði fyrir Derby eftir aukaspyrnu á 67. mínútu, 1:1. Steven Gerrard náði að skora fyrir Liverpool á síðustu mínútu leiksins en hann átti hörkuskot í þverslá rétt á undan.

Lið Liverpool: Reina - Finnan, Carragher, Hyypiä, Aurelio - Babel, Gerrard, Alonso, Riise - Torres, Voronin.
Varamenn: Kuyt, Mascherano, Lucas, Benayoun, Itandje.

Everton - Bolton 2:0
Phil Neville, sem í dag leikur sinn 350. leik í úrvalsdeildinni, kom Everton yfir á 51. mínútu og Ástralinn Tim Cahill bætti við marki á 70. mínútu.

Bjarni Þór Viðarsson og Heiðar Helguson eru ekki í leikmannahópum liðanna.

Birmingham - Middlesbrough 3:0 Ekki lokið
Birmingham náði forystunni á 22. mínútu þegar Stewart Downing skoraði sjálfsmark. Mikael Forssell skoraði, 2:0, á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Gary McSheffrey innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Wigan - Newcastle 1:0
Ryan Taylor kom Wigan yfir á 65. mínútu.

Portsmouth - Arsenal hefst kl. 19.45

Stephen Pearson hjá Derby fer meiddur af velli í fyrri …
Stephen Pearson hjá Derby fer meiddur af velli í fyrri hálfleik og Jamie Carragher hjá Liverpool fylgist með. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert