Beckham æfði með Arsenal

Beckham, lengst til hægri, ásamt Cesc Fabregas (og fyrirliðanum William …
Beckham, lengst til hægri, ásamt Cesc Fabregas (og fyrirliðanum William Gallas á æfingu Arsenal-liðsins í dag. Reuters

David Beckham fyrrum fyrirliði enska landsliðsins mætti á sína fyrstu æfingu með Arsenal í dag en Arsene Wenger knattspyrnustjóri félagsins varð við beiðni Beckhams um að fá æfa með liðinu.

Þar sem vetrarhlé er í bandarísku atvinnumannadeildinni óskaði Beckham eftir því að fá að æfa með Arsenal svo hann gæti haldið sér í góðu líkamlegu formi og átt þar með möguleika á að verða valinn í fyrsta landsliðshóp Fabio Capello.

„Við erum að hjálpa honum að komast í gott form og viljum halda þessu öllu á rólegu nótunum og ekki skapa neitt fjölmiðlafár út af því. Hann býr skammt frá æfingasvæðinu og hefur alltaf haft dálæti á Arsenal,“ sagði Wenger við fréttamenn og bætti því að enginn möguleiki væri á að Beckham myndi ganga í raðir Arsenal.

England mætir Sviss í vináttuleik þann 6. febrúar og komi Beckham við sögu í þeim leik spilar hann sinn 100. landsleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert