Ronaldo og Rooney tryggðu United sigur á Aston Villa

Gareth Barry sækir að Cristiano Ronaldo á Villa Park í …
Gareth Barry sækir að Cristiano Ronaldo á Villa Park í dag. Reuters

Manchester United var að vinna Aston Villa tólfta leikinn í röð þegar liðin áttust við í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á Villa Park í kvöld. United sigraði, 2:0, með mörkum frá Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney á síðustu 10 mínútum leiksins.

Textalýsing frá leiknum er hér að neðan.

0:2 (88.) Wayne Rooney er að trygga Manchester United farseðilinn í 4. umferðina. Rooney skoraði með góðu skoti eftir snarpa sókn Manchester-liðsins.

0:1 (81.) Cristiano Ronaldo kemur United yfir með marki af stuttu færi eftir góðan sendingu frá Ryan Giggs. 19. mark Portúgalans á leiktíðinni. 

Sir Alex Ferguson kallar Louis Saha af velli á 78. mínútu og skellir Owen Hargreaves inná í staðinn.

Stundarfjórðungur er eftir af leiknum og er staðan enn 0:0. United hefur unnið Aston Villa í síðustu 11 leikjum og spurning hvort liðið bæti þeim tólfta við.

Wayne Rooney kemur inná í liði United á 70. mínútu fyrir Park en Rooney hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna veikinda.

Englandsmeistararnir hafa byrjað vel í seinni hálfleik og pressan að marki Aston Villa er farin að þyngast.

Búið er að flauta til hálfleiks á Villa Park og er markalaust. Ryan Giggs fékk besta færi leiksins undir lok hálfleiksins en skot hans var misheppnað og sluppu heimamenn þar með skrekkinn.

Fyrri hálfleikur er hálfnaður í viðureign Aston Villa og Manhester United og er staðan enn markalaus. Leikurinn er í járnum og hefur verið opinn og skemmtilegur en engin almennileg marktækifæri hafa litið dagsins ljós.

Lið Aston Villa: Scott Carson, Wilfred Bouma, Curtis Davis, Martin Laursen, Olof Melleberg, Gareth Barry, Stilian Petrov, Nigel Reo-Coker, Gabriel Agbonlahor, John Carew, Ashley Young.

Lið Man Utd: Edwin van der Sar, Wes Brown, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Patrice Evra, Michael Carrick, Ryan Giggs, Anderson, Cristiano Ronaldo, Ji-Sung Park, Louis Saha,

Ryan Giggs leikmaðurinn snjalli í liði Manchester United.
Ryan Giggs leikmaðurinn snjalli í liði Manchester United. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert