Undirbúa kauptilboð í Liverpool

Fjárfestingafélag í Dubai hefur í hyggju að bjóða 500 milljónir punda, jafnvirði 64 milljarða króna, í enska úrvalsdeildarliðið Liverpool að því er heimildir BBC herma en Liverpool er í eigu Bandaríkjamanna George Gillett og Tom Hicks.

Þetta sama fjárfestingafélag, sem ríkisstjórn Dubai hefur ítök í, var nálægt því að kaupa Liverpool fyrir ári síðan en hætti við og skömmu síðar eignuðust Hicks og Gillett félagið.

Bandaríkjamennirnir eru ekki vinsælustu mennirnir á Anfield en eftir út spurðist að þeir hefðu rætt við Jürgen Klinsmann um að taka við knattspyrnustjórastarfi hjá félaginu hafa óvinsældir þeirra aukist og er búist við því að stuðningsmenn félagsins láti óánægju sína í ljós á mánudaginn þegar Liverpool tekur á móti Aston Villa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert