Ronaldo skaut United í toppsætið

Park Ji-sung jumps sækir að marki Portsmouth á Old Trafford …
Park Ji-sung jumps sækir að marki Portsmouth á Old Trafford í kvöld. Reuters

Cristiano Ronaldo skaut Manchester United í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik þegar liðið lagði Portsmouth, 2:0, á Old Trafford í kvöld. Ronaldo skoraði bæði mörk á fyrstu 13 mínútunum. Chelsea fagnaði naum sigri gegn Reading en Liverpool varð að láta í minni pokann fyrir West Ham.Reading í baráttunni og er fylgst með leikjum kvöldins hér á mbl.is.

Man Utd - Portsmouth 2:0 (leik lokið)

Leiknum á Old Trafford er lokið með öruggum sigri Englandsmeistaranna. Ronaldo skoraði bæði mörkin í byrjun leiksins. Hermann Hreiðarsson kom inná í hálfleik og stóð sig þokkalega. 

Sir Alex leyfir sér það munað að taka Ronaldo og Rooney útaf á 71. mínútu og í þeirra stað koma Hargreaves og Tevez. 

Manchester United er með öll tök á leiknum og aðeins David James markvörður Portsmouth hefur komið í veg fyrir að meistararnir hafa bætt mörkum við. 

Harry Redknapp stjóri Portsmouth gerir tvær breytingar á liði sínu. Hermann Hreiðarsson og Mvuemba eru komnir inná fyrir Lauren og Distin.

Kominn er hálfleikur á Old Trafford þar sem Manchester United er að pakka Portsmouth saman. Staðan er 2:0 með tveimur mörkum frá Ronaldo á fyrstu 13 mínútum leiksins. 

Englandsmeistararnir hafa mikla yfirburði á Old Trafford og ekkert sem bendir til annars en að United endurheimti efsta sætið í deildinni.

14. Ronaldo er hreint óstöðvandi en hann er búinn að koma sínum mönnum í 2:0. Markið skoraði Ronaldo með skoti upp í samskeytin úr aukaspyrnu rétt utan teigs. 

9. Cristiano Ronaldo er búinn að koma heimamönnum í 1:0 á Old Trafford. Ronaldo fékk sendingu innfyrir vörnina frá Nani og Portúgalanum urðu ekki á nein mistök. 18. mark Ronaldos í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Man Utd: Van der Sar, Brown, Ferdinand, Vidic, Evra, Nani, Scholes, Carrick, Park, Ronaldo, Rooney. Varamenn: Kuszczak, Hargreaves, Anderson, O'Shea, Tevez.

Portsmouth: James, Johnson, Campbell, Distin, Parmarot, Lauren, Davis, Diarra, Krancjar, Baros, Benjani. Varamenn: Begovic, Hermann, Mvuemba, Hughes, Mendes.

West Ham - Liverpool 1:0 (leik lokið)

Freddie Ljungberg fær vítaspyrnu á lokamínútu leiksins og Mark Nobble skorar úr vítinu. Andartaki síðar er flautað til leiksloka á Upton Park. Sætur sigur hjá West Ham en hrakfarir Liverpool halda áfram.

Liverpool er eitthvað að rétta úr kútnum en Lucas og Torres hafa báðir átt góð færi en staðan er sem fyrr, 0:0. 

West Ham heldur áfram að þjarma að Liverpool sem má teljast nokkuð heppið að vera ekki undir í leiknum. 

Búið er að flauta til leikhlés á Upton Park og er staðan markalaust. West Ham hefur verið öllu sterkari aðilinn.

West Ham: Green, Neill, Ferdinand, Upson, McCartney, Ljungberg, Noble, Mullins, Bowyer, Boa Morte, Cole. Varamenn: Wright, Ashton, Ethrington, Solano, Spectur.

Liverpool: Reina, Finnan, Carragher, Hyypia, Aurelio, Benayoun, Gerrard, Alonso, Kewell, Torres, Kuyt. Varamenn: Itandje, Crouch, Babel, Lucas, Skrtel.

Chelsea - Reading 1:0 (leik lokið)

Leik er lokið á Stamford Bridge. Chelsea leggur Reading að velli, 1:0. Úrslitin mun öruggari en tölurnar gefa til kynna en Michael Ballack skoraði sigurmarkið. 

Kominn er hálfleikur á Stamford Bridge og eru heimamenn yfir 1:0 með marki frá Michael Ballack. 

Þjóðverjinn Michael Ballack hefur komið Chelsea yfir á Stamford með fallegu skallamarkið á 32. mínútu leiksins. 

Chelsea stefnir að því að leika sinn 75. leik í röð án taps á heimavelli í úrvalsdeildinni en liðið beið síðast lægri hlut í deildinni á Stamford Bridge fyrir Arsenal í febrúar 2005.

Chelsea: Cech, Ferreira, Alex, Carvahlo, Bridge, Wright-Phillips, Makelele, Ballack, Cole, Anelka, Malouda. Varamenn: Cudicini, Sidwell, Pizarro, Sinclair, Ben-Haim.

Reading: Haghnemann, Murty, Cisse, Ívar, Shorey, Oster, Harper, Hunt, Convey, Lita, Doyle. Varamenn: Federici, Rosenior, De La Cruz, Bennett, Matejovsky.

Everton - Tottenham 0:0 (leik lokið)

Tottenham hefur svo sannarlega átt í vök að verjast á Goodison Park en heimamenn hafa ráðið ferðinni og hafa fengið nokkuð góð marktækifæri. 

Jonathan Woodgate leikur í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Tottenham sem keypti hann í fyrradag frá Middlesbrough.

Everton: Howard, Neville, Jagielka, Lescott, Valente, Arteta, Carsley, Fernandes, Baines, Johnson, Anichebe. Varamenn: Wessels, Van der Meyde, Vaughan, Stubbs, Anderson.

Tottennham: Cerny, Chimbonda, Huddlestone, Woodgate, Gunter, Lennon, Jenas, O'Hara, Malbranque, Berbatov, Keane. Varamenn: Robinson, Lee, Boateng, Defoe, Rocha.

Derby - Manchester City 1:1 (leik lokið)

Hinn ungi Danny Sturridge hefur náð að jafna metin fyrir City með öðru marki sínu í jafnmörgum leikjum. Markið kom á 63. mínútu eftir fyrirgjöf frá Martin Petrov. 

Derby byrjar seinni hálfleikinn með krafti og Sun Jihai hefur náð að koma heimamönnum í forystu með sjálfsmarki á 46. mínútu. 

Kominn er hálfleikur á Pride Park og það skildi þó ekki fara að nýliðarnir kræktu í sinn ann sigur á tímabilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert