Draumurinn um „Busby Babes“ varð að martröð í München

Fimmtíu ár eru liðin frá flugslysinu í München þar sem …
Fimmtíu ár eru liðin frá flugslysinu í München þar sem að 8 leikmenn Manchester United létust. AP

Það er óhægt að segja það að stóri draumurinn um „Busby Babes“ hafi orðið að martröð 6. febrúar 1958 í München. Leikmenn Manchester United, meðalaldur leikmanna var 24 ár, áttu framtíðina fyrir sér og talað var um að liðið yrði stórveldi í knattspyrnu í Evrópu næsta áratuginn. United-liðið var stórkostlegt – bæði hvað laut að leikaðferð, sem og leik og einstaklingsframtaki. Strákarnir hans Busbys sýndu oft frábærann samleik, sem endaði oftast með glæsilegum mörkum.

Endalok þessa liðs voru hið hörmulega flugslys í München. Flugslysið hjó mikið skarð í Manchester United og fróðir menn segja, að aldrei hefði fengist full reynsla á það, hvers liðið var megnugt í raun og veru – þegar það hefði fengið fullan þroska.

Maðurinn á bak við liðið var Skotinn Matt Busby, sem lék með Manchester City, Portsmouth og Liverpool, áður en hann gerðist knattspyrnustjóri Manchester United 1945.

Undir stjórn hans fékk liðið viðurnefnið „Rauðu djöflarnir“ – og undir hans stjórn hóf United að leika á Old Trafford. Busby byrjaði strax að byggja upp öflugt lið, sem varð þó að sætta sig við annað sætið í efstu deild 1947 (Liverpool meistari), 1948 (Arsenal), 1949 (Portsmouth) og 1951 (Tottenham), en meistaratitillinn kom árið 1952. United hafði orðið bikarmeistari 1948, með því að leggja Blackpool að velli í einum af bestu bikarúrslitaleikjum sögunnar á Englandi, 4:2.

Uppbygging hans á hinu unga liði – „Busby Babes“ hófst strax í kjölfarið á meistaratitlinum 1952, eða árið 1953. Afraksturinn varð Englandsmeistaratitillinn 1956 og 1957, en það ár átti United möguleika á að vinna tvöfalt, bæði deild og bikar, sem Aston Villa hafði náð að gera 60 árum áður, 1897.

Taylor skoraði 22 mörk þegar United varð meistari 1957, Liam Whelan setti 26 mörk og hinn ungi Bobby Charlton 10 mörk.

Taylor og Whelan létust í flugslysinu.

Ítarleg umfjöllun er í Morgunblaðinu í dag um flugslysið í München árið 1958 þar sem 8 leikmenn úr enska knattspyrnuliðinu Manchester United létust.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert