Platini: Þetta er brandari

Michel Platini gefur ekki mikið fyrir útrásarhugmyndir enskra liða.
Michel Platini gefur ekki mikið fyrir útrásarhugmyndir enskra liða. Reuters

Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, segir að hugmyndir um að leika eina umferð í ensku úrvalsdeildinni erlendis frá og með árinu 2011 séu fáránlegar og hreinlega farsakenndar.

„Þetta er furðuleg og farsakennd hugmynd. Ég hló þegar ég heyrði þetta. Ég hló vegna þess að FIFA mun aldrei samþykkja þetta, stuðningsmenn félaganna ekki heldur og ekki knattspyrnusambönd einstakra landa. Þetta er fáránlegt," sagði Platini í samtali við enska dagblaðið Daily Telegraph í dag.

„Áður en langt um líður verða engir enskir forsetar í ensku félögunum, þau eru ekki lengur með enska þjálfara, það verða engir enskir leikmenn, og svo endar þetta með því að liðin leika ekki lengur í Englandi. Þetta er brandari," sagði Platini og kvað Sepp Blatter forseta FIFA vera sama sinnis.

„Við erum sammála um að það er á ábyrgð knattspyrnusambandanna í viðkomandi löndum að leyfa ensku liðunum að spila þar og ég er sannfærður um að þau muni aldrei leyfa það því það er ekki gott fyrir fótboltann," sagði Michel Platini.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert