Arsene Wenger: Vallarstjórinn átti slæman dag eins og við

Knattspyrnustjórarnir Alex Ferguson og Arsene Wenger ganga af leikvelli eftir …
Knattspyrnustjórarnir Alex Ferguson og Arsene Wenger ganga af leikvelli eftir leik Man Utd og Arsenal í kvöld. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal varð að játa sig sigraðan þegar lið hans tapaði illa fyrir Englandsmeisturum Manchester United í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á Old Trafford í kvöld.

„Það er erfitt að vinna eitthvað jákvætt við leik liðsins nema það að við misstum ekki fleiri leikmenn í meiðsli. Áður en við við misstum Eboe að velli með rautt spjald þá vorum við ekki líklegir til að komast inn í leikinn. Lið mitt náði sér engan veginn á strik en við verðum að vera fljótir að jafna okkur á þessum leik því okkar bíður erfiður leikur í Meistaradeildinni gegn sjálfum Evrópumeisturum AC Milan,“ sagði Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal sem var alls ekki sáttur við aðstæður á Old Trafford. 

„Vallarstjórinn átti slæman dag eins og við. Völlurinn var vægast sagt hræðilegur. Það voru leikmenn inni á vellinum sem eru 20-25 milljón punda virði og það var ekki hægt að senda boltann án þess að hann skoppaði,“ sagði Wenger.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert