Goðsögn Liverpool gagnýnir Benítez

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool er undir miklum þrýstingi.
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool er undir miklum þrýstingi. Reuters

Tommy Smith ein af goðsögnum í liði Liverpool sem var fyrirliði þegar liðið varð Englandsmeistari og vann UEFA-bikarinn árið 1971 gagnrýnir Rafael Benítez knattspyrnustjóra Liverpool fyrir að hvíla nokkra af lykilmönnum liðsins í bikarleiknum gegn Barnsley í gær en Liverpool varð að sætta sig við 2:1 tap á móti 1. deildarliðinu og það á heimavelli.

„Í leikskránni fyrir leikinn segir Benítez að bikarkeppnin sé alltaf hættuleg ef menn hugsa að leikurinn sé fyrirfram unnin. Svo hvers vegna í ósköpunum valdi hann ekki að stilla upp sínu sterkasta liði á móti Barnsley?“ sagði Tommy Smith í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC.

Hvernig datt honum í hug að hvíla Gerrard, Jose Reina og Mascherano? og hvers vegna heldur Benítez að hann vinni leiki þegar hann stillir ekki upp sínu sterkasta liði? Á síðustu dögum Bill Shankley var hann vanur að segja við okkur; Þú er bara eins góður og síðustu úrslit segja til um,“ sagði Smith, sem telur að margir stuðningsmenn Liverpool séu við að missa þolinmæðina gagnvart Benítez. „Sá fyrsti sem maður velur í liði er Steven Gerrard og að hann skildi geyma hann á bekknum í 75 mínútur er óskiljanlegt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert