Tottenham deildabikarmeistari í fjórða sinn

Paul Robinson og Robbie Keane fagna með deildabikarinn á milli …
Paul Robinson og Robbie Keane fagna með deildabikarinn á milli sín. Reuters

Tottenham er deildabikarmeistari eftir 2:1-sigur liðsins gegn Chelsea á Wembley-leikvanginum í London. Didier Drogba skoraði fyrir Chelsea í fyrri hálfleik en Dimitar Berbatov og Jonathan Woodgate skoruðu fyrir Tottenham. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. Blackburn og Bolton áttust við úrvalsdeildinni og þar hafði Blackburn betur, 4:1.

Chelsea - Tottenham 1:2

120., mín. Leiknum er lokið. Tottenham er deildabikarmeistari í fjórða sinn en Chelsea hafði titil að verja í þessari keppni.  

119. mín. Lennon fær gult spjald fyrir að tefja. 

118. mín. Chelsea sækir án afláts. 

117. mín. Joe Cole fær fínt færi eftir varnarmistök en Robinson varði skotið. 

115. mín. Tainio  fær gult spjald fyrir að tefja.

112. mín. Robinson varði glæsilega frá Kalou en Chelsea sækir án afláts þessa stundina. 

105. mín. Fyrri hálfleik framlengingarinnar er lokið, staðan er 2:1 fyrir Tottenham. 

105. mín. Carvalho fær gult spjald fyrir brot.

102 mín. Keane fer af velli og Kaboul kemur inn á í hans stað hjá Tottenham. 

100. mín. Lampard með skot úr aukaspyrnu sem Robinson þarf að verja í horn. 

97. mín. Joe Cole kemur inn á í stað Jon Obi Mikel hjá Chelsea. 

96. mín. Mikel fær gult spjald í liði Chelsea fyrir brot. 

95. mín., 1:2. Jenas tók fína aukaspyrnu og boltinn fór inn á vítateig Chelsea. Cech markvörður Chelsea sló boltann í Woodgate sem skallaði boltann í autt markið.  

90. mín. Robbie Keane með skot yfir markið frá markteig. Venjulegum leiktíma er lokið og framlenging í 2 x 15 mínútur tekur nú við. Ef jafnt verður að lokinni framlengingu verður vítaspyrnukeppni.

87. mín. Chelsea gerir breytingu, Ballack kemur inn á í stað Essien. 

84. mín. Berbatov snýr á varnarmenn Chelsea og þrumar á markið en Cech varði glæsilega. Tottenham er að sækja í sig veðrið.  

81. mín. Zokora slapp einn í gegnum vörn Chelsea. Hann skaut beint í höfuðið á Cech markverði. Zokora fékk boltann aftur en skaut yfir fyrir opnu marki. Berbatov var á auðum sjó við hliðina á Zokora og Búlgarinn var æfur yfir því að fá ekki boltann. 

75. mín. Teemu Tainio kemur inn á í liði Tottenham fyrir  Steed Malbranque.

72. mín. Chelsea gerir breytingu á liðinu. Wright-Phillips fer af velli og Kalou kemur inná. 

68. mín. 1:1.  Dæmd vítaspyrn á Wayne Bridge. Dimitar Berbatov skorar úr vítaspyrnunni. Aðstoðardómarinn tók völdin og dæmdi vítaspyrnu en leikmenn Chelsea voru ósáttir við dóminn.

65. mín. Chelsea gefur ekkert eftir og leikmenn Tottenham komast lítt áleiðis gegn sterkum varnarleik Chelsea. 

60. mín. Chimbonda fer af velli og Tom Huddlestone kemur inná. Chimbonda er ekkert að flýta sér af leikvelli og greinilega ósáttur við Juande Ramos knattspyrnustjóra Tottenham. Chimbonda fór rakleitt til búningsklefa Tottenham og forráðamenn Tottenham voru ekki sáttir við látbragðið hjá Chimbonda.

55. mín. Chelsea heldur áfram eins og liðið lauk fyrri hálfleik. Tottenham hefur misst völdin á miðsvæðinu. 

45. mín. Fyrri hálfleik er lokið. Chelsea hefur leikið mun betur síðustu 20 mínútur leiksins en Tottenham hóf leikinn af miklum krafti. Eina mark leiksins fram til þessa kom úr aukaspyrnu og var Paul Robinson markvörður Tottenham illa staðsettur þegar Drogba skoraði.   

38. mín, 1:0. Drogba skorar úr aukaspyrnu af um 20 metra færi. Paul Robinson markvörður Tottenham hreyfði sig ekki í markinu en skotið frá Drogba var hnitmiðað en frekar laust.  

38. mín. Didier Zokora fær gult spjald fyrir að brjóta á Didier Drogba. 

33. mín. Chelsea fékk tvær aukaspyrnu með stuttu millibili rétt utan við vítateig Tottenham. Drogba tók síðari spyrnuna og boltinn fór rétt framhjá. 

28. mín. Malbranque með gott skot sem Chec á í vandræðum með að verja.

27. mín. Didier Drogba fær högg á höfuðið eftir samstuð við liðsfélaga sinn i vítateig Tottenham. Hann fer af velli en meiðslin eru ekki alvarleg. 

19. mín. Woodgate skallar yfir markið hjá Chelsea úr opnu færi eftir aukaspyrnu. 

13. mín. Chelsea er að ná betri tökum á sínum leik og varnarmenn Tottenham hafa fengið aðeins meira að gera á undanförnum mínútum. 

9. mín. Chimbonda skallarr boltann í þverslánn á marki Chelsea og skömmu síðar komst Berbatov í fínt færi en skalli hans fór framhjá. 

1. mín. Robbie Keane á þrumuskot sem fer rétt framhjá marki Chelsea. Tottenham byrjar af krafti. Leikmenn Tottenham byrja varnarleikinn mjög framarlega á vellinum og Chelsea á í vandræðum.

Þetta er í 48. skiptið sem að úrslitaleikur deildabikarkeppninnar fer fram en þetta er í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem leikið er á nýja Wembley vellinum.  

Lið Chelsea: Cech, Belletti, Carvalho, Terry, Bridge, Wright-Phillips, Essien, Lampard, Obi, Anelka, Drogba.
Lið Tottenham: Robinson, Hutton, Woodgate, King, Chimbonda, Lennon, Jenas, Zokora, Malbranque, Berbatov, Keane.

Blackburn - Bolton 4:1

90. mín., 4:1. Norðmaðurinn Morten Gamst Pedersen bætir við fjórða markinu og gulltryggir sigurinn.

71. mín. 3:1 David Bentley skorar af stuttu færi.

67. mín, 2:1 Gary Cahill brýturá David Dunn og Benedict McCarthy skorar úr vítaspyrnu.

51. mín, 1:1. Kevin Davies jafnar fyrir Bolton með skoti af stuttu færi.

25. mín, 1:0. Dæmd var vítaspyrna á Grétar Rafn Steinsson á 25. mínútu. Grétar braut á David Dunn og Benedict McCarthy skoraði úr vítaspyrnunni.

Jonathan Woodgate fagnar markinu sem hann skoraði.
Jonathan Woodgate fagnar markinu sem hann skoraði. Reuters
Shaun Wright Phillips og Didier Zokora.
Shaun Wright Phillips og Didier Zokora. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert