Torres með þrennu gegn West Ham

Fernando Torres, til hægri, í slag við Matthew Upson í …
Fernando Torres, til hægri, í slag við Matthew Upson í leiknum í kvöld. Reuters

Fernando Torres lék West Ham grátt í kvöld þegar hann skoraði þrennu fyrir Liverpool í stórsigri, 4:0, í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield.

Með sigrinum komst Liverpool uppfyrir granna sína í Everton og í fjórða sæti deildarinnar en liðin eru bæði með 50 stig þegar tíu umferðum er ólokið.

Fernando Torres kom Liverpool yfir á 8. mínútu eftir að Dirk Kuyt sendi boltann fyrir mark West Ham frá hægri. Torres var síðan aftur á ferðinni og kom Liverpool í 2:0 á 60. mínútu með skalla eftir sendingu frá Kuyt. Spánverjinn öflugi fullkomnaði svo þrennuna, 3:0, á 81. mínútu þegar hann lék laglega á Lucas Neill og skoraði. Steven Gerrard bætti um betur á 83. mínútu, þegar hann hamraði boltann óverjandi efst í markhornið frá vítateig, 4:0.

Lið Liverpool: Reina - Arbeloa, Skrtel, Carragher, Riise - Gerrard, Mascherano, Alonso, Babel - Kuyt, Torres.
Varamenn: Pennant, Crouch, Benayoun, Hyypiä, Itandje.

Lið West Ham: Green - Neill, Ferdinand, Upson, McCartney - Solano, Noble, Mullins, Ljungberg, Boa Morte - Cole.
Varamenn: Zamora, Spector, Pantsil, Ashton, Wright.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert