Rándýrt mark hjá Torres í stórsigri Liverpool

Ívar Ingimarsson.
Ívar Ingimarsson. Reuters

Fernando Torres skoraði eitt mark í 3:0-sigri Liverpool gegn Newcastle í dag í ensku úrvalsdeildinni og þarf Liverpool að greiða tæplega 50 milljónir kr. fyrir markið.  Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði  Reading vann gríðarlega mikilvægann 2:0-sigur gegn Manchester City. Blackburn og Fulham skildu jöfn, 1:1 þar sem að Jimmy Bullard jafnaði fyrir Fulham á lokakaflanum. Fylgst var með gangi mála í leikjunum þremur á mbl.is.

Liverpool - Newcastle 3:0

Leiknum er lokið með 3:0 sigri Liverpool. 

Liverpool og Everton voru jöfn með 53 stig í 4. og 5. sæti fyrir leikinn í dag. Ef Liverpool landar sigri er liðið aðeins tveimur stigum á eftir Chelsea sem er með 58 stig í þriðja sæti deildarinnar. 

52. mín 3:0 Steven Gerrard fékk frábæra sendingu frá Torres og skoraði fyrirliðinn af stuttu færi.  

Fyrri hálfleik er lokið. 

45. mín 2:0 Fernando Torres slapp í gegnum slaka vörn Newcastle og skoraði hann af stuttu færi. Þetta er 25. mark hans á lieiktíðinni og þurfa forráðamenn Liverpool að greiða spænska liðinu Atlético Madrid 48 milljónir kr. Í samningum um kaupin á spænska landsliðsmiðherjanum var ákvæði um að ef hann næði að skora 25 mörk á þessum vetri þyrfti Liverpool að greiða aukalega 350 þúsund pund, 48 milljónir króna, til spænska félagsins. Torres hefur skorað 19 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. 

42. mín 1:0 Pennant skorar fyrir Liverpool eftir ótrúleg mistök í vörn Newcastle.  Jose Enrique skaut boltanum í Pennant við markteigshornið og boltinn fór í háum boga yfir Harper í markinu.

25. mín. Fátt markvert hefur gerst í leiknum fram til þessa. Newcastle leggur allt kapp á varnarleikinn sem hefur verið skelfilegur hjá liðinu í vetur. 

Byrjunarlið Liverpool: Reina – Arbeloa,  Carragher, Skrtel,  Riise,  Alonso, Lucas,  Pennant,  Gerrard,  Benayoun,  Torres.

Varamenn: Itandje, Hyypia, Crouch, Kuyt, Babel.

Byrjunarlið Newcastle: Harper-  Beye, Faye, Taylor, Jose Enrique, Milner, Butt, N'Zogbia, Duff, Owen, Smith. Varamenn: Forster,  Cacapa, Martins, Geremi, Carroll.

Reading - Manchester City 2:0

Með sigrinum fer Reading upp fyrir Newcastle á stigatöflunni en liðin væru samt sem áður bæði með 28 stig. Bolton er í þriðja neðsta sæti og þar með fallsæti með 25 stig. Þetta er annar sigur Reading í röð eftir að hafa tapað 8 leikjum í röð.

86. mín 2:0 Kitson brunar í gegnum vörn Man City og skorar af stuttu færi. Þetta er 9. mark hans á leiktíðinni og er líklegt að þetta mark dugi Reading til sigurs. 

62. mín 1:0 Shane Long skorar fyrir Reading en það var  Kevin Doyle sem lagði upp markið.

Fyrri hálfleik er lokið.

25. mín: Richard Dunne, varnarmaðurinn sterki í liði Manchester City, meiddist illa og þarf hann að fara af velli. Kínverjinn Sun Jihai kemur inn í vörnina í hans stað.

Byrjunarlið Reading: Hahnemann – Rosenior, Bikey, Ívar Ingimarsson, Shorey, Oster, Harper,  Matejovsky, Hunt,  Doyle,  Long. Varamenn: Federici, Cisse, Sonko, Kitson, Kebe.

Byrjunarlið Manchester City:  Hart – Garrido, Corluka, Dunne,  Ball, Hamann, Gelson, Vassell, Elano, Johnson,  Benjani. Varamenn: Schmeichel,  Ireland, Jihai, Caicedo,  Castillo.

Blackburn - Fulham 1:1

88. mín 1:1 Jimmy Bullard jafnar fyrir Fulham og þetta mark gæti reynst dýrmætt fyrir Lundúnarliðið. Bullard skoraði með skoti úr aukaspyrnu en þetta er annað mark hans á tímabilinu.

Staða Fulham í botnbaráttunni versnar eins og staðan er þessa stundina. Fulham er í næst neðsta sæti með 19 stig en Bolton er í þriðja neðsta sæti með 25 stig.

58. mín 1:0 Norðmaðurinn Morten Gamst Pedersen kemur Blackburn yfir. 

Fyrri hálfleik er lokið.

Byrjunarlið Blackburn: Friedel – Ooijer,  Samba, Khizanishvili, Warnock, Bentley,  Reid,  Kerimoglu, Pedersen,  Santa Cruz, McCarthy. Varamenn: Brown, Mokoena,  Dunn,  Derbyshire, Roberts.

Byrjunarlið Fulham:  Keller  -   Stalteri, Hughes,  Hangeland,  Konchesky, Dempsey,  Bullard, Andreasen,  Murphy,  Davies,  Johnson. Varamenn: Niemi, Volz, Bocanegra,  Healy, McBride.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert