Man. Utd með 6 stiga forystu eftir 3:0 sigur á Liverpool

Cristiano Ronaldo fagnar eftir að hafa komið Man. Utd í …
Cristiano Ronaldo fagnar eftir að hafa komið Man. Utd í 2:0. Reuters

Manchester United er með sex stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir sannfærandi sigur á Liverpool, 3:0, á Old Trafford í dag. Liverpool var manni færri allan síðari hálfleikinn.

Wes Brown kom Man. Utd yfir á 34. mínútu og þegar mínúta var eftir af fyrri hálfleik fékk Javier Mascherano, miðjumaður Liverpool, sitt annað gula spjald og var rekinn af velli. Cristiano Ronaldo kom Man. Utd í 2:0 á 79. mínútu og hálfri annarri mínútu síðar innsiglaði Nani sigurinn, 3:0.

Manchester United er þá komið með 73 stig, Arsenal er með 67, Chelsea 65 og Liverpool 59 stig. Chelsea og Arsenal mætast klukkan 16 og eftir þann leik verður Man. Utd með annaðhvort þriggja eða fimm stiga forystu í deildinni.

Þannig gekk leikurinn fyrir sig á Old Trafford í dag:

6. Wayne Rooney fékk fyrsta færið í leiknum þegar hann komst innfyrir miðja vörn Liverpool. Jamie Carragher náði að trufla hann og José Reina varði með úthlaupi. Ekki ólíklegt að Rooney hefði fengið vítaspyrnu ef hann hefði dottið þegar Carragher reyndi að stöðva hann.

9. Rooney var aftur á ferð þegar hann fékk langa sendingu úr aukaspyrnu frá Paul Scholes innfyrir vörn Liverpool. Hann náði ekki nógu góðu valdi á boltanum og Reina gómaði hann.

11. Javier Mascherano, miðjumaður Liverpool, fékk gula spjaldið fyrir brot.

13. Fabio Aurelio, vinstri bakvörður Liverpool, komst á auðan sjó vinstra megin í vítateig Man.Utd eftir vel útfærða hornspyrnu en í stað þess að renna boltanum fyrir markið reyndi hann fast skot úr þröngu færi og skaut framhjá.

24. Ryan Giggs tók aukaspyrnu frá hægri, Cristiano Ronaldo fékk boltann á markteignum fjær og skaut í utanverða stöngina á marki Liverpool.

26. Steven Gerrard átti hörkuskot rétt utan vítateigs eftir laglega sókn og sendingu frá Dirk Kuyt, en í Nemanja Vidic og rétt yfir mark Man.Utd.

33. José Reina markvörður Liverpool lenti í vandræðum þegar Ryan Giggs lyfti boltanum fyrir markið frá vinstri, sló hann í átt að markinu en náði síðan að koma honum frá.

34. 1:0. Wayne Rooney sendi boltann fyrir mark Liverpool frá vinstri, Wes Brown kom á ferðinni, var á undan Reina og náði að skalla boltann í netið rétt utan markteigs. Reyndar fór boltinn af baki hans í netið. Annað markið sem Brown skorar á ferli sínum hjá Man. Utd, frá árinu 1996.

40. Wayne Rooney átti skalla rétt utan markteigs eftir langa sendingu inní teiginn en Reina varði af öryggi.

44. Fernando Torres fékk gult spjald fyrir mótmæli, eftir að brotið var á honum. Javier Mascherano blandaði sér í umræðurnar og Steve Bennett sýndi honum gula spjaldið öðru sinni og rak hann af velli. Mascherano mótmælti harðlega og það tók nokkurn tíma að koma honum af velli og hefja leikinn að nýju.

Staðan 1:0 í hálfleik. Manchester United átti 9 markskot í fyrri hálfleik, 7 þeirra á markið. Liverpool átti 5 markskot, 2 þeirra á markið.

47. Cristiano Ronaldo fékk dauðafæri þegar Paul Scholes vippaði boltanum laglega innfyrir vörn Liverpool en Reina var snöggur út og varði skot Portúgalans.

47. Steven Gerrard átti hörkuskot að marki Man. Utd og Edwin van der Sar mátti hafa fyrir því að verja niðri í hægra markhorninu.

53. Alvaro Arbeloa, hægri bakvörður Liverpool, fékk gula spjaldið fyrir að toga Anderson niður nánast á vítateigslínunni.

54. Aukaspyrna á besta stað fyrir Cristiano Ronaldo, einum metra utan vítateigs Liverpool, aðeins til vinstri, en hann sendi boltann framhjá stönginni hægra megin.

56. Wayne Rooney fékk langa sendingu innfyrir vörn Liverpool og var einn gegn Reina markverði og skaut rétt innan vítateigs en Reina varði vel með fótunum. Boltinn hrökk út og Anderson skaut rétt yfir markið.

60. Rio Ferdinand, miðvörður Man.Utd, fær gula spjaldið fyrir að sparka boltanum burt eftir að hafa brotið á Fernando Torres.

66. Yossi Benayon kom inná fyrir Ryan Babel hjá Liverpool.

69. Fernando Torres braust af harðfylgi inní vítateig Man. Utd en þar stöðvaði Rio Ferdinand hann með góðri tæklingu.

71. Steven Gerrard átti skot af 20 m færi eftir talsverða pressu Liverpool en framhjá marki Man. Utd.

73. Wayne Rooney braust af krafti upp vinstri kantinn og inní vítateig Liverpool, renndi síðan boltanum út á Anderson sem skaut hátt yfir markið.

73. Carlos Tévez og Nani komu inná fyrir Ryan Giggs og Anderson hjá Man. Utd.

74. Carlos Tévez komst í dauðafæri rétt utan markteigs Liverpool en José Reina varði skot hans á glæsilegan hátt.

79. Cristiano Ronaldo fékk sannkallað dauðafæri, einn gegn José Reina markverði á markteig Liverpool, en Reina náði að verja í horn.

79. 2:0. Nani tók hornspyrnuna frá vinstri, Cristiano Ronaldo kom á ferðinni og skoraði með hörkuskalla frá markteig.

81. 3:0. Nani fékk boltann frá Wayne Rooney við vítateigslínu Liverpool og skoraði með óverjandi þrumuskoti.

82. John Arne Riise kom inná fyrir Fernando Torres hjá Liverpool.

Staðan í úrvalsdeildinni.

Þeir Rio Ferdinand og Edwin van der Sar stóðust meiðslapróf fyrir leikinn og eru báðir í byrjunarliðinu hjá Manchester United. Það er þannig skipað:
Van der Sar - Brown, Ferdinand, Vidic, Evra - Ronaldo, Scholes, Carrick, Anderson (Nani 73.), Giggs (Tévez 73.) - Rooney.
Varamenn: Kuszczak, Hargreaves, O'Shea.

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool teflir fram sama liði og vann Reading 2:1 um síðustu helgi. Það er þannig skipað:
Reina - Arbeloa, Carragher, Skrtel, Aurelio - Mascherano, Alonso, Gerrard - Kuyt, Torres (Riise 82.), Babel (Benayoun 66.)
Varamenn: Itandje, Hyypiä, Crouch.

Steve Bennett rekur Javier Mascherano af velli á 44. mínútu …
Steve Bennett rekur Javier Mascherano af velli á 44. mínútu og Fabio Aurelio reynir að halda aftur af æstum Argentínumanninum. Reuters
Wes Brown fagnar markinu gegn Liverpool ásamt Cristiano Ronaldo og …
Wes Brown fagnar markinu gegn Liverpool ásamt Cristiano Ronaldo og Anderson. Reuters
Wes Brown stekkur upp með José Reina markverði Liverpool og …
Wes Brown stekkur upp með José Reina markverði Liverpool og skorar fyrir Man.Utd, 1:0. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert