Mascherano biðst afsökunar

Rafael Benítez reynir að róa Javier Mascherano eftir brottreksturinn.
Rafael Benítez reynir að róa Javier Mascherano eftir brottreksturinn. Reuters

Javier Mascherano, argentínski miðjumaðurinn hjá Liverpool, hefur beðið samherja sína afsökunar á því að hann skyldi vera rekinn af velli gegn Manchester United í gær en kveðst enn ekkert skilja í því hvers vegna Steve Bennett dómari sýndi honum rauða spjaldið.

Mascherano fékk gula spjaldið fyrir brot strax á 11. mínútu og virtist mótmæla dómum í tvígang etir það. Þegar Fernando Torres fékk gula spjaldið á 44. mínútu kom Mascherano hlaupandi að Bennett dómara, sem lyfti umsvifalaust gula spjaldinu og síðan því rauða. Argentínumaðurinn mótmælti hástöfum og það tók sinn tíma að koma honum af velli og í ró.

„Ég veit ekki hvers vegna ég var rekinn af velli. Ég spurði dómarann hvað væri um að vera, ég blótaði ekki, var ekki ágengur og mótmælti honum ekki. Allt sem ég gerði var að spyrja hann hvað væri um að vera. Þá sýndi hann mér gula spjaldið og rak mig síðan af velli og ég trúði ekki mínum eigin augum.

Ég er mjög leiður yfir þessu fyrir hönd samherja minna því fyrir vikið vorum við manni færri og leikurinn varð okkur enn erfiðari en áður," sagði Mascherano við blaðið Liverpool Echo í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert