Manchester United vann öruggan sigur á Aston Villa, 4:0

Carlos Tevez skorar annað mark Manchester United með skalla.
Carlos Tevez skorar annað mark Manchester United með skalla. Reuters

Manchester United endurheimti sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 4:0 sigri á Aston Villa en leik liðanna var að ljúka á Old Trafford. Wayne Rooney skoraði tvö marka United og þeir Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez gerðu sitt markið hvor.

Textalýsing frá leiknum er hér að neðan:

Man Utd - Aston Villa 4:0

MARK (17.) Hver annar en Cristiano Ronaldo. Portúgalinn skoraði með hælspyrnu eftir hornspyrnu frá Ryan Gigg. 26. mark hans í deildinni á tímabilinu.

MARK (33.) Englandmeistararnir eru komnir í 2:0. Carlos Tevez batt endahnútinn á glæsilega sókn þegar hann skallaði í netið eftir góða fyrirgjöf frá Ronaldo.

41. Aston Villa þarf að gera skiptingu. Norðmaðurinn John Carew fer af velli vegna meiðsla og stöðu hans tekur Shaun Maloney.

Mark Halsey flautar til hálfleiks á Old Trafford. Englandsmeistarararnir eru 2:0 yfir og fátt bendir til annars en að þeir endurheimti sex stiga forskot í deildinni.

MARK (54.) Wayne Rooney kemur United í 3:0. Hann fékk glæsilega hælsendingu innfyrir vörn Aston Villa, lék á Scott Carson og eftirleikurinn var auðveldur.

62. Alex Ferguson gerir þrefalda skiptingu á liði sínu. Evra, Ferdinand og Carrrick fara af velli og í þeirra stað koma Hargreaves, Anderson og O'Shea.

MARK (70.) Wayne Rooney skorar sitt annað mark og fjórða mark meistaranna. Rooney fékk sendingu innfyrir vörn Aston Villa frá Ronaldo og honum urðu ekki á nein mistök.

Manchester United leikur manni færri síðustu 8 mínúturnar. Ryan Giggs finnur fyrir smámeiðslum og Ferguson kallar hann af velli þrátt fyrir að vera búinn að nota alla þrjá skiptimennina.

Man Utd: Tomasz Kuszczak - Wes Brown, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Patrice Evra, Ryan Giggs, Paul Scholes, Michael Carrick, Cristiano Ronaldo, Wayne Rooney, Carlos Tevez. Varamenn: Foser, O'Shea, Park, Anderson, Hargreaves.

Aston Villa: Scott Carson, Olaf Mellberg, Martin Laursen, Wilfred Bouma, Stiliyan Petrov, Gareth Barry, Nigel Reo-Coker, Marlon Harewood, John Carwn, Ashley Young, Gabriel Agbonlahor.

Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney eru í byrjunarliði United.
Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney eru í byrjunarliði United. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert