Ótrúlegur sigur hjá Arsenal - Derby fallið

Arsene Wenger og lærisveinar hans í liði Arsenal sýndu mikinn …
Arsene Wenger og lærisveinar hans í liði Arsenal sýndu mikinn baráttuvilja. Reuters

Arsenal vann ótrúlegan sigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag og endurheimti þar með annað sætið í deildinni. Lokatölur urðu, 3:2, á Reebok vellinum þar sem Bolton komst í 2:0 í fyrri hálfleik og Arsenal menn léku manni færri í síðasta klukkutíma leiksins. Derby féll endanlega með því að gera 2:2 jafntefli við Fulham.

 Fylgst var með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is og er textalýsingin hér að neðan.

Bolton - Arsenal 2:3 (leik lokið)

Emmanuel Adebayor er í varamannabekknum í liði Arsenal en Tógómaðurinn, sem hefur skorað 19 mörk í deildinni, þurfi á hvíld að halda að sögn Arsene Wengers. Hellirigning er í Bolton og Reebok leikvangurinn er langt frá því að vera fullur.

Arsenal hefur leikið fimm leiki í röð án sigurs og hefur fyrir vikið fallið niður í þriðja sæti deildarinnar.

MARK. 1:0 (14.) Matthew Taylor kemur heimamönnum yfir með skallamarki af stuttu færi eftir glæsilega fyrirgjöf frá Grétari Rafni Steinssyni. Þetta er fyrsta mark Taylors fyrir Bolton.

RAUTT SPJALD. 31. Vassirki Diaby leikmaður Arsenal er rekinn af velli fyrir ljót brot á Grétari Rafni.

MARK (42) Matthew Taylor er búinn að koma Bolton í 2:0. Fast skot hans utan teigs hafði viðkomu í Willam Gallas og þaðan í netið. Meistaravonir Arsenal eru að fjúka út í veður og vind!!

Chris Foy hefur flautað til leikhlés og útlitið er gott fyrir heimamenn, 2:0 yfir og manni fleiri.

Bolton byrjar seinni hálfleikinn með látum og 10 leikmenn Arsenal á í vök að verjast.

Arsenal gerir tvær breytingar á liði sínu á 60. mínútu. Adebayor og Walgott eru komnir inná fyrir Senderos og Bendtner.

MARK (62) William Gallas minnkar muninn fyrir Arsenal með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. Grétar Rafn gleymdi sér í dekkningunni og Gallas átti ekki í vandræðum með að skora.

MARK (67) 2:2 Robin van Persie jafnar fyrir Arsenal með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Gary Cahill fyrir brot á Aleksandr Hleb.

MARK (89) Arsenal hefur tekist að komast en eftir skot frá Fabregas frá boltinn af varnarmanni og þaðan í netið.

Bolton: Ali Al Habsi, Grétar Rafn Steinsson, Gary Cahill, Andrew O'Brien, Jlloyd Samuel, Gavin McCann, Ivan Campo, Matthew Taylor, Danny Guthrie, Kevin Davies, El-Hadji Diouf.

Arsenal: Manuel Almunina, Kolo Toure, Philippe Senderso, William Gallas, Gael Clichy, Alexandr Hleb, Mathieu Flamini, Cesc Fabregas, Vassirki Diaby, Nicklas Bendtner, Robin van Persie.

Portsmouth - Wigan 2:0 (leik lokið)

33. Jermain Defoe skorar fyrir Portsmouth og er þetta sjöunda mark hans fyrir liðið frá því hann kom frá Tottenham í janúar.

59. Hermann Hreiðarsson þarf að hætta leik vegna meiðsla.

David James ver vítaspyrnu frá Ryan Taylor á 60. mínútu.

Jermain Defoe innsiglar sigur Portsmouth með marki á lokamínútunni.

Portsmouth: David James, Glenn Johnson, Sol Campbell, Sylvain Distin, Hermann Hreiðarsson, John Utaka, San Davis, Miguel Pedro Mendes, Niko Kranjar, Milan Baros, Jermain Defoe.

Wigan: Chris Kirkland, Mario Melchiot, Emmerson Boyce, Erik Hagen, Kevin Kilbane, Antonio Valencia, Josip Skoko, Paul Scharner, Ryan Taylor, Emile Heskey, Marcus Bent.

Reading - Blackburn 0:0 (leik lokið)

Reading er orðið manni færri eftir að Marek Matejovsky fékk að líta sitt annað gula spjald á 65. mínútu.

Reading: Marcus Hahnemann, Lian Rosenior, Ívar Ingimarsson, Andr Bikey, Nicky Shorey, John Oster, James Harper, Marek Matejovsky, Stephen Hunt, Kevin Doyle, Dave Kitson.

Blackburn: Brad Friedel, Andre Ooijer, Ryan Nelsen, Zurab Khizanshvili, Stephen Warnock, David Bentley, Steven Reid, David Dunn, Morten Gamst Pedersen, Roque Santa Cruz, Jason Roberts.

Sunderland - West Ham 2:1 (leik lokið)

Íslendingaliðið er komið yfir með marki frá Freddie Ljungberg á 18. mínútu. Þar með varð Alan Curbishley knattspyrnustjóra West Ham að ósk sinni en sagði í gær að hann væri orðinn þreyttur á að lenda undir í leikjunum.

29. Kenwyne Jones jafnar fyrir heimamenn. Liðsmenn West Ham mótmæla og vilja meina að leikmaðurinn hafi verið rangstæður.

Andy Reid kemur Sunderland yfir á lokamínútu leiksins.

Birrmingham - Man City 3:1 (leik lokið)

Mauro Zarate er búinn að koma Birmingham í 1:0. Annað mark hans í jafnmörgum leikjum.

Argentínumaðurinn Mauro Zarate kemur heimamönnum í 2:0 með glæsilegu skoti sem Joe Hart markvörður City réð ekki við.

Brasilíumaðurinn Elano minnkar muninn fyrir City með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Franck Quedrue og var hann sendur af velli.

Gary McSheffrey kemur heimamönnum í 3:1 og þeir að landa mikilvægum stigum í botnbaráttunni.

Derby - Fulham 2:2 (leik lokið)

Emmanuel Villa skorar fyrsta mark dagsins en hann kom Derby yfir á 10. mínútu. Tapi Derby leiknum er liðið endanlega fallið.

Fulham jafnar metin á 24. mínútu með skallamarki frá Diomansy Kamara.

Hamuer Bouazza kemur gestunum yfir í 2:1.

Það er mikið fjör á Pride Park en Tito Villa er búinn að jafna metin.

Ivan Campo og félagar hans í liði Bolton eru með …
Ivan Campo og félagar hans í liði Bolton eru með vænlega stöðu gegn Arsenal. Reuters
Mathieu Flamini og Cesc Fabregas eru í lykilhlutverki hjá Arsenal …
Mathieu Flamini og Cesc Fabregas eru í lykilhlutverki hjá Arsenal á miðjunni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert