Wenger: Allar stórar ákvarðanir dómaranna voru gegn okkur

Knattspyrnustjórarnir Rafael Benítez og Arsene Wenger fylgjast með sínum mönnum …
Knattspyrnustjórarnir Rafael Benítez og Arsene Wenger fylgjast með sínum mönnum á Anfield í kvöld. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal var ekki sáttur við dómarann eftir leikinn gegn Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld en lærisveinar Wengers voru slegnir út í átta liða úrslitunum með 4:2 tapi gegn Liverpool á Anfield.

„Þegar ég horfi til leikjanna beggja er erfitt að kyngja þessu. Allar stórar ákvarðanir dómaranna voru gegn okkur. Frá mínum bæjardyrum séð þá var ekki um vítaspyrnu að ræða í kvöld en í síðustu viku var um klára vítaspyrnu að ræða þegar Hleb var togaður niður. Liverpool skapaði sér miklu færri færi í leikjum en við og auðvitað erum við svekktir með þessa niðurstöðu,“ sagði Wenger.

„Ég verð að hrósa mínum leikmönnum fyrir frábæran liðsanda. Þeir létu mótlætið ekki slá sig út af laginu. Ég var afar óhress með jöfnunarmarkið og sérstaklega aðdragandann af því en ég var ánægður með hvernig liðið brást við og sýndi gífurlegan karakter. Við fengum enn og aftur gífurlegan stuðning frá okkar stuðningsmönnum og ég er ekki í vafa um að þetta hjálpaði leikmönnum gríðarlega,“ sagði Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert