Ronaldo, Tevez og Rooney hafa skorað 72 mörk

Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo hafa verið iðnir við kolann …
Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo hafa verið iðnir við kolann hjá Manchester United á tímabilinu. Reuters

Cristiano Ronaldo, Carloz Tevez og Wayne Rooney hafa samtals skorað 72 af 101 marki Engalandsmeistara Manchester United í öllum keppnum liðsins á leiktíðinni.

Ronaldo er þeirra langmarkahæstur en Portúgalinn hefur skorað 38 mörk á tímabilinu, þar af 28 í úrvalsdeildinni, og þeir Tevez og Rooney hafa skorað 17 mörk hvor.

Frank Lampard hefur verið manna iðnastur hjá Chelsea að skora mörkin en miðjumaðurinn snjalli er markahæstur í Lundúnaliðinu á tímabilinu með 18 mörk.

Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor hefur skorað helmingi fleiri mörk fyrir Arsenal en næsti maður. Adebayor hefur náð að setja 26 mörk fyrir Arsenal á leiktíðinni en næstur kemur Spánverjinn Cesc Fabregas með 13 mörk.

Hjá Liverpool hafa tveir leikmenn skarað fram úr hvað markaskorun varðar. Spánverjinn Fernando Torres og Steven Gerrard hafa samtals skorað 51 mark fyrir félagið. Torres, sem hefur slegið í gegn á sinni fyrstu leiktíð á Englandi, hefur skorað 30 mörk fyrir Liverpool í öllum keppnum, þar af 22 í úrvalsdeildinni, Gerrard 21.

Fimm markahæstu leikmenn toppliðanna fjögurra eru, mörk í úrvalsdeildinni í sviga:

Manchester United:

Cristiano Ronaldo 38 (17)

Carlos Tevez 17 (12)

Wayne Rooney 17 (11)

Louis Saha 5 (5)

Nani 4 (3)

Chelsea:

Frank Lampard 18 (10)

Didier Drogba 13 (8)

Salomon Kalou 11 (7)

Joe Cole 10 (7)

Andriy Shevchenko 7 (4)

Arsenal:

Emmanuel Adebayor 26 (20)

Cesc Fabregas 13 (7)

Eduardo Da Silva 12 (4)

Robin van Persie 8 (6)

Tomas Rosicky 7 (6)

Liverpool:

Fernando Torres 30 (22)

Steven Gerrard 21 (11)

Dirk Kuyt 10 (3)

Yossi Benayoun 10 (3)

Ryan Babel 9 (4)

Peter Crouch 9 (3)

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert