Erfiðasta vika í lífi Lampards

Frank Lampard gaf kost á sér í leikinn við Liverpool …
Frank Lampard gaf kost á sér í leikinn við Liverpool á síðustu stundu. Reuters

Frank Lampard miðjumaðurinn frábæri í liði Chelsea segir að síðasta vika sé sú erfiðasta sem hann hefur gengið í gegnum í lífi sínu en móðir hans var flutt mikið veik á sjúkrahús vegna lungnabólgu. Lampard kom inn í lið Chelsea á nýjan leik í leiknum á móti Liverpool í fyrrakvöld en hann var ekki með í leikjunum tveimur á undan vegna veikindanna.

,,Á þessum tíma í síðustu viku var mjög erfitt ástand. Ég mun ekki fara út í frekari útskýringar en þetta var erfiðsta stund í mínu lífi,“ sagði Lampard á vef Chelsea.

Lampard reiknaði með að missa af leiknum við Liverpool en líðan móður hans var stöðug og því ákvað hann að gafa kost á sér í leikinn. Lampard var þo ekki nema skugginn af sjálfum sér og það skiljanlegt í ljósi aðstæðna.

,,Fyrir þremur dögum þá var ég ekkert með það í huganum að fara að spila en við fengum betri fréttir af móður minni um helgina og ég ákvað í kjölfarið að hefja æfingar á ný. Knattspyrnustjórinn og allir hjá félaginu hafa reynst mér ákaflega vel og hafa ekki þrýst á mig á neinn hátt,“ sagði Lampard.

,,Ég viðurkenni alveg að ég hef verið í betra ástandi til að spila, bæði andlega og líkamlega enda síðustu dagar búnir að vera ansi erfiðir hjá mér.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert