Chelsea ósigrað á heimavelli í 80 leikjum í röð

Frá viðureign Manchester United og Chelsea sem mætast í risaslag …
Frá viðureign Manchester United og Chelsea sem mætast í risaslag á Stamford Bridge á morgun. Reuters

Chelsea hefur ekki tapað síðustu 80 leikjum sínum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni eða frá því það beið lægri hlut fyrir Arsenal í febrúarmánuði 2004. Í hádeginu á morgun fær Chelsea Englandsmeistara Manchester United í heimsókn þar sem úrslitin í deildinni gætu ráðist en fari United með sigur af hólmi er ljóst að bikarinn verður um kyrrt á Old Trafford.

Chelsea hefur ekki tapað í síðustu 18 leikjum sínum í deildinni eða frá því liðið tapaði fyrir Arsenal á Emirates um miðjan desember.

Manchester United hefur ekki tapað í síðustu 9 leikjum sínum en United beið síðast lægri hlut í deildinni fyrir grönnum sínum í Manchester City í febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert