Æsispennandi fallbarátta

Sebastian Larsson leikmaður Birminham hefur betur gegn Jermaine Pennant.
Sebastian Larsson leikmaður Birminham hefur betur gegn Jermaine Pennant. Reuters

Það stefnir í æsispennandi fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni en þegar tvær umferðir eru eftir eiga fjögur lið á hættu að fylgja Derby niður í 1. deildina. Fulham vann frækinn sigur á Manchester City, 3:2, eftir að hafa lent undir og Íslendingaliðin Bolton og Reading náðu bæði í dýrmætt stig.

Fylgst var með gangi mála í leikjum dagsins:

Birmingham - Liverpoool 2:2 (leik lokið)

Liverpool hvílir lykilmenn. Steven Gerrard er á bekknum en Fernando Torres er ekki í leikmannahópnum.

35. Finnski framherjinn Mikael Forsell er búinn að koma heimamönnum yfir en fyrir leikinn í dag er Birmingham í fallsæti og þarf því nauðsynlega á stigum að halda.

54. Svíinn Sebastian Larsson kemur Birmingham í 2:0 með skoti beint úr aukaspyrnu. Ekki fyrsta hans úr aukaspyrnum á þessari leiktíð.

65. Peter Crouch hefur náð að minnka muninn fyrir Liverpool eftir frábæran sprett frá Jermaine Pennant.

79. Yossi Benayoun hefur jafnað metin fyrir Liverpool með skallamarki.

Man City - Fulham 2:3 (leik lokið)

Fulham gæti fallið í dag tapði liðið þessum leik og liðin fyrir ofan það vinni sína leiki.

11. Stephen Ireland kemur City með þrumuskoti. Það sígur því á ógæfuhliðina hjá Fulham sem verður að vinna til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.

22. Benjani er búinn að koma City í 2:0 svo allt bendir til þess að Fulham sé á leið í 1. deildina.

69. Diomansy Kamara minnkar muninn fyrir Fulham og gefur þar með liðinu smá von.

80. Danny Murphy jafnar fyrir Fulham. Murphy tók vítaspyrnu sem Joe Hart varði en Murphy var fyrstur að boltanum að skoraði.

90. Diomansy Kamara tryggir Fulham sigurinn og liðið á enn von um að bjarga sér frá falli.

Sunderland - Midllesbrough 3:2 (leik lokið)

4. Tuncay Sanli kemur Middlesbrough yfiir á Leikvangi ljóssins.

6. Það tók heimamenn stuttan tíma að jafna metin en varnarmaðurinn Danny Higginbotham jafnaði með skallamarki.

44. Michael Chopra kemur heimamönnum yfir með föstu skoti úr vítateignum.

73. Afonso Alves hefur náð að jafna metin fyrir gestina.

89. Daryl Murphy kemur Sunderland yfir með skallamarki.

Tottenham - Bolton 1:1 (leik lokið)

Bolton hefur unnið tvo leiki í röð og komst úr fallsætinu um síðustu helgi með því að leggja Middlesbrough að velli. Grétar Rafn Steinsson er í liði Bolton.

Tottenham hefur ráðið lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleik en hefur ekki náð að finna leið framhjá öflugum varnarmúr Bolton.

46. Eftir 19 sekúndur í seinni hálfleik skoraði Grikkinn Stelios fyrir Bolton eftir góða fyrirgjöf frá Grétari Rafni Steinssyni.

52. Steede Malbranque jafnar fyrir Tottenham með skoti af stuttu færi. Grétar Rafn svaf á verðinum og Frakkinn náði að komast í fyrirgjöfina og skorað af öryggi.

West Ham - Newcastle 2:2 (leik lokið)

13. Mark Nobble kemur Íslendingaliðinu yfir eftir fyrirgjöf frá George McCartney.

26. Framherjinn stóri og stæðilegi Dean Ashton er búinn að skora annað mark fyrir West Ham en rétt áður þurfti Freddie Ljungberg að fara útaf vegna meiðsla.

43. Obafemi Martins hefur náð að minnka muninn fyrir Newcastle á Upton Park.

45. Geremi jafnaði metin fyrir Newcastle.

Wigan - Reading 0:0 (leik lokið)

Ívar Ingimarsson lék allan tímann fyrir Reading.

Ívar Ingimarsson er í liði Reading.
Ívar Ingimarsson er í liði Reading. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert