Carlos Queiroz: Þarf kannski að skjóta einn okkar niður í teignum til að fá vítaspyrnu

Til stympinga kom á milli leikmanna United og vallarstarfsmanna eftir …
Til stympinga kom á milli leikmanna United og vallarstarfsmanna eftir leikinn á Stamford Bridge. Hér eru þeir Patrice Evra og Park í ryskingum. Reuters

Carlos Queiroz aðstoðarstjóri Manchester United var mjög óhress út í Alan Wiley dómara eftir ósigur sinna manna gegn Chelsea í dag. Queiroz sagði að Cristiano Ronaldo hefði átt að fá dæmda vítaspyrnu þegar Michael Ballack stökk upp á bakið á honum í teignum.

„Hvernig fór dómarinn af því að sjá ekki þegar Ballack stökk á Ronaldo? Það hlýtur að vera nauðsynlegt fyrir leikmann að koma með byssu og skjóta einn af okkar mönnum niður í teignum svo að við fáum vítaspyrnu. Mér finnst við hafa fengið að kenna á dómurunum. Við erum til að mynda ekki í bikarúrslitum eftir að dómaranum urðu á mikil mistök með því að dæma ekki vítaspyrnu í leiknum við Portsmouth,“ sagði Queiroz.

Queiroz er sannfærður um að Manchester United hampi titlinum í næsta mánuði. „Þessi ósigur mun ekki slá okkur út af laginu. Við munum rétta okkur af og vinna titilinn en fyrst þurfum við að klára dæmið á móti Barcelona.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert