Ástrali sagður á leið til Arsenal

Mark Milligan í leik með ástralska landsliðinu.
Mark Milligan í leik með ástralska landsliðinu. Reuters

Ástralinn Mark Milligan er sagður á leið til Arsenal. Þessi 22 ára gamli bakvörður var nýlega til reynslu hjá Lundúnaliðinu og herma fregnir að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vilji gera samning við leikmanninn.

Milligan er laus allra mála fá ástralska liðinu Sydney FC og hafa nokkur félög sýnt honum áhuga en flest bendir nú til þess að hann fari til Arsenal. Hann sagði í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina að hann væri að bíða eftir því að fá atvinnuleyfi áður en hann gæti gengið frá samningi.

Milligan var valinn í A-landslið Ástrala í fyrsta sinn fyrir einu og hálfu ári síðan og hefur leikið 5 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert