Scott Parker: Munum leggja okkur fram gegn United

Scott Parker miðjumaður Íslendingaliðsins West Ham.
Scott Parker miðjumaður Íslendingaliðsins West Ham. Reuters

Scott Parker miðjumaður Íslendingaliðsins West Ham vísar þeim sögusögnum á bug að liðið ætli ekki að reyna að vinna Manchester United þegar þau eigast við á Old Trafford um hádegisbilið á morgun.

Avram Grant knattspyrnustjóri Chelsea hefur til að mynda efasemdir um að leikmenn West Ham leggi sig fram eftir að knattspyrnustjórinn Alan Curbishley, góður vinur Sir Alex Fergusons, ritaði dálki í blaði á dögunum þar sem hann sagði að það yrði ósanngjarnt ef Manchester United myndi ekki vinna titilinn.

„Við förum í þennan leik til vinna. Við erum atvinnumenn og stolt okkar er í veði. Við verðum að reyna að fá eitthvað út þessum leik, sjálfra okkar vegna. Okkur varðar ekkert hver staða Manchester United er og hvaða þýðingu leikurinn hefur fyrir það,“ sagði Parker í dag en hann lék um tíma með Chelsea sem er í baráttunni við United um meistaratitilinn.

West Ham í 10.sætinu, fimm stigum á undan Tottenham og leikmenn Íslendingaliðsins hefur verið heitið bónusgreiðslum endi liðið í 10.sæti eða ofar.

„Við viljum ná 10. sætinu og það yrði mikil vonbrigði ef það tækist ekki eftir að hafa verið í því sæti í svona langan tíma,“ sagði Parker en Íslendingaliðið komst í 10. sætið um miðjan nóvember og hefur verið í því sæti síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert