Wenger spáir Man Utd titlinum

Wenger og Ferguson takast í hendur en þessir frábæru knattspyrnustjórar …
Wenger og Ferguson takast í hendur en þessir frábæru knattspyrnustjórar hafa oftar en ekki lent í rimmu, bæði innan sem utan vallar. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal spáir því að Manchester United hampi Englandsmeistaratitlinum en þegar tvær umferðir eru eftir hafa Manchester United og Chelsea 81 stig en Arsenal hefur 77 stig og á þar með raunhæfa möguleika á titlinum þó svo að þeir teljist litlir.

„Ég held að Manchester United vinni titilinn og þeir eru verðugir meistarar. Fyrir okkur er ekki annað að gera að vinna þá tvo leiki sem við eigum eftir og við viljum enda mótið með 83 stig. Við verðum bara bíða eftir úrslitum hjá Manchester United og Chelsea til að sjá hvort við eigum einhverja möguleika,“ sagði Wenger en hans menn taka á móti Everton á sunnudaginn.

Arsenal er tapalaust á Emirates Stadium á leiktíðinni og tapi liðið ekki á móti Everton verða leikirnir orðnir 55 sem það hefur ekki tapað á þessum glæsilega velli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert