Arsenal lagði Everton, 1:0, og á enn möguleika á öðru sætinu

Steven Pienaar og Kolo Toure í baráttunni á Emirates Stadium.
Steven Pienaar og Kolo Toure í baráttunni á Emirates Stadium. Reuters

Daninn Nicklas Bendtner tryggði Arsenal 1:0 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar með á Arsenal enn möguleika á að ná öðru sætinu í deildinni en liðið er nú stigi á eftir Chelsea.

Bendtner skoraði sigurmarkið með skalla á 77. mínútu eftir fyrirgjöf frá varamanninum Armand Traore en leikurinn var frekar tíðindalítill og ekki mikil skemmtun.

Arsenal hefur 80 stig og á einn leik eftir. Manchester United er með 84 stig í efsta sæti á sömuleiðis enn leik eftir en Chelsea, sem er í öðru sæti með 81 stig, á tvo leiki eftir og mætir Newcastle á útivelli á morgun.

Everton hefði með stigi tryggt sér endanlega fimmta sætið í deildinni en liðið hefur 62 stig en Aston Villa hefur 59 stig í sjötta sæti.

Emmanuel Adebayor er næst markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 24 …
Emmanuel Adebayor er næst markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 24 mörk. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert