Flamini sagður vera búinn að semja við AC Milan

Mathieu Flamini í leik með Arsenal gegn Birmingham.
Mathieu Flamini í leik með Arsenal gegn Birmingham. Reuters

Mathieu Flamini miðvallarleikmaðurinn snjalli í liði Arsenal hefur skrifað undir fjögurra ára samning við AC Milan að því er Sky Sport Italia sjónvarpsstöðin hefur heimildir fyrir.

Samningur Flamini við Arsenal rennur út í sumar og hafa forráðamenn liðsins lagt hart að honum að gera nýjan samning. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði í gær að Flamini hefði frest fram á sunnudag að gefa svar og í síðasta lagi á mánudag.

Sky Sport Italia greindi frá í kvöld að Flamini  myndi gera fjögurra ára samning við Milan sem tryggði honum 5.6 milljónir evra í árslaun en það samsvarar 650 milljónum íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert