Flamini: Fór af því við urðum ekki meistarar

Mathieu Flamini var í lykilhlutverki hjá Arsenal í vetur.
Mathieu Flamini var í lykilhlutverki hjá Arsenal í vetur. Reuters

Mathieu Flamini, franski knattspyrnumaðurinn sem er á förum frá Arsenal til AC Milan, segir að ástæðan fyrir brotthvarfi sínu frá London sé sú að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum yfir því að missa af því að vinna enska meistaratitilinn með liði sínu.

Arsenal var lengi vel efst í úrvalsdeildinni en gaf síðan eftir og hefur mátt horfa á eftir Manchester United og Chelsea berjast um enska meistaratitilinn á lokasprettinum.

Flamini sagði við dagblaðið News of the World í dag að hann hefði orðið um kyrrt ef Arsenal hefði orðið enskur meistari. 

"Það hefði haft mikið að segja ef við hefðum unnið titilinn. Ég vildi skrifa undir nýjan samning við Arsenal síðata sumar en það varð ekkert af því. AC Milan sótti síðan svo hart að fá mig að ég gat ekki hafnað því. Það var mín versta upplifun á fjórum árum hjá Arsenal að missa af meistaratitlinum í vetur eftir að hafa verið svona lengi í forystuhlutverkinu," sagði Flamini sem átti sitt besta tímabil með liðinu í vetur og vann sér sæti í franska landsliðinu.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert