Fabiano og Alves efstir á óskalistanum hjá Ferguson

Daniel Alves er á óskalistanum hjá Sir Alex Ferguson.
Daniel Alves er á óskalistanum hjá Sir Alex Ferguson. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að fá 50 milljónir punda, jafnvirði 7,2 milljarða króna, til leikmannakaupa á næstu vikum.

Ferguson fékk til liðs við sig þrjá sterka leikmenn síðastliðið sumar, Nani, Anderson og Oewn Hargreaves, og nú vill Skotinn styrkja leikmannahóp sinn enn frekar svo það verði sem best í stakk búið að verja titla sína á næstu leiktíð.

Þeir leikmenn sem eru efstir á óskalista Fergusons eru tveir Brasilíumenn sem báðir eru á mála hjá Sevilla, framherjinn Luis Fabiano og bakvörðurinn Daniel Alves, er þeir eru metnir samtals á um 30 milljónir punda, 4,3 milljarða króna.

Gerard Piqué er farinn frá Manchester United til Barcelona og þá er líklegt að Mikael Silvestre og Louis Saha yfirgefi Old Trafford í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert