Mikil veltuaukning í fóboltanum í Evrópu

Leikmenn Manchester United fagna Englandsmeistaratitlinum.
Leikmenn Manchester United fagna Englandsmeistaratitlinum. Reuters

Í dag gefur Deloitte út sína árlegu skýrslu um fjármál knattspyrnuheimsins. Í henni kemur fram að heildartekjur fimm stærstu deilda Evrópu hafi í fyrsta sinn farið yfir 7 milljarða evra sem samsvarar rúmum 803 milljörðum íslenskra króna. Velta Evrópu-boltans var um 1.561 milljarðar króna á tímabilinu 2006-07 sem eru um 115 milljarða króna aukning frá tímabilinu áður.

Aukninguna má að mestu rekja til nýs sjónvarpssamnings sem gerður var á Englandi fyrir tímabilið.

Enska úrvalsdeildin stendur öðrum framar hvað varðar tekjur og voru tekjur ensku úrvalsdeildarliðanna um 264 milljarðar króna. Tekjubilið á milli ensku úrvalsdeildarinnar og þeirra þýsku, sem er í öðru sæti er rúmlega 103 milljarða króna og telja sérfræðingar Deloitte að bilið muni breikka á næsta keppnistímabili.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert