Riise í viðræðum við Roma

Viðræður eru í gangi milli Roma og John Arne Riise.
Viðræður eru í gangi milli Roma og John Arne Riise. Reuters

Liverpool hefur gefið ítalska knattspyrnuliðinu Roma leyfi til viðræðna við norska leikmanninn John Arne Riise. Hefur þetta verið staðfest bæði af Roma og af umboðsmanni leikmannsins. Talið er að Riise gangist undir læknisskoðun hjá ítalska liðinu í dag og ekki þurfi svo að bíða lengi eftir því að samningar verði undirritaðir.

Riise, sem er 27 ára gekk til liðs við Liverpool árið 2001 frá Monaco fyrir 4,6 milljónir punda. Með Liverpool hefur hann leikið 347 leiki og gert 37 mörk. Fleiri lið voru talin vera á höttunum eftir Norðmanninum og voru Newcastle og Aston Villa helst nefnd í því samhengi. Nú virðist þó vera nokkuð ljóst að Riise verði í herbúðum Roma á næstu leiktíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert