Ronaldo: ákvörðun innan þriggja daga

Ronaldo bar fyrirliðabandið í kvöld eftir að Nuno Gomes fór …
Ronaldo bar fyrirliðabandið í kvöld eftir að Nuno Gomes fór út af. Reuters

Knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo tilkynnti eftir tapleikinn við Þýskaland nú í kvöld að ákvörðun varðandi framtíð hans myndi liggja fyrir innan tveggja eða þriggja daga. Mikið hefur verið rætt og ritað um að Portúgalinn knái sé á förum til Spánarmeistara Real Madrid en Ronaldo segist ekki hafa ákveðið neitt.

„Eftir tvo eða þrjá daga mun ég tilkynna framtíðaráform mín vegna þess að Evrópumótinu er lokið fyrir mig. Ég mun ræða við Manchester United og reyna að ná samkomulagi en við skulum sjá til. Ég hef ekki tekið neina ákvörðun,“ sagði Ronaldo við féttamenn.

Ronaldo varð á síðasta tímabili Englands- og Evrópumeistari með liði sínu Manchester United auk þess að vera kjörinn leikmaður ársins í Englandi. Hann skoraði 42 mörk á leiktíðinni fyrir United, þrátt fyrir að spila flesta leiki sem vængmaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert