Liverpool hafnaði boði Portsmouth í Crouch

Peter Crouch er á óskalistanum hjá Harry Redknapp.
Peter Crouch er á óskalistanum hjá Harry Redknapp. Reuters

Liverpool hefur hafnað tilboði bikarmeistara Portsmouth í Peter Crouch, enska landsliðsmiðherjann í knattspyrnu, samkvæmt frétt BBC. Sagt er að tilboðið hafi verið í námunda við 9 milljónir punda.

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur áður gefið til kynna að hann vilji fá nálægt 15 milljónum punda fyrir Crouch, sem hefur gert 40 mörk í 135 leikjum fyrir Liverpool en átti ekki fast sæti í liðinu á síðasta keppnistímabili. Hann gerði þó 11 mörk í vetur.

Crouch lék á sínum tíma undir stjórn Harrys Redknapps, knattspyrnustjóra Portsmouth, en þá voru þeir báðir hjá Southampton.

Áður hefur komið fram að Redknapp vilji fá Eið Smára Guðjohnsen ef honum takist ekki að landa Crouch svo nú  gæti hann mögulega snúið sér að íslenska landsliðsmanninum hjá Barcelona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert