Al-Fahim ætlar sér stóra hluti hjá City

Sulaiman Al-Fahim eigandi Manchester City,
Sulaiman Al-Fahim eigandi Manchester City, Reuters

Nýr eigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester City, Sulaiman Al-Fahim, segist hafa tilbúnar 540 milljónir punda, jafnvirði um 84 milljarða króna, til kaupa á leikmönnum þegar opnað verður fyrir kaup og sölu á knattspyrnumönnum á nýjan leik í byrjun næsta árs.

Al-Fahim segir að einskis verði látið ófreistað að gera Manchester City að besta knattspyrnuliði heims. Hann hefur í hyggju að bjóða Manchester United 135 milljónir punda í Ronaldo þegar í upphafi næsta árs.

„Ronaldo hefur sagt að hann vilji leika með stærsta knattspyrnuliði heima. Þá látum við á það reyna hvort honum sé einhver alvara með þeim orðum sínum,“ segir Al-Fahim sem einnig er sagður hafa Fernando Torres hjá Liverpool, Spánverjann Cesc Fabregas hjá Arsenal, David Villa, Valencia og Brasilíumanninn Ronaldo í sigtinu um þessar mundir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert