Babel tryggði Liverpool langþráðan sigur á Manchester United

Wes Brown jafnar fyrir Livepool með sjálfsmarki.
Wes Brown jafnar fyrir Livepool með sjálfsmarki. Reuters

Liverpool var rétt í þessu að vinna langþráðan sigur á Manchester United en liðin áttust við á Anfield. 2:1 urðu lokatölurnar og tryggði varamaðurinn Ryan Babel Liverpool stigin þrjú með marki 20 mínútum fyrir leikslok. United hafði fyrir leikinn unnið síðustu fimm rimmur liðanna og í fyrsta sinn náði Rafael Benítez að sjá sína menn leggja Manchester-liðið í deildinni. Þar með er Liverpool eitt á toppnum, hefur þriggja stiga forskot á Chelsea.

Bein textalýsing frá leiknum er hér fyrir neðan.

0:1 (3.) Carlos Tevez skorar með glæsilegu skoti eftir góða sendingu frá nýjasta liðsmanni Manchester United, Dimitar Berbatov.

12.  Dirk Kuyt fékk dauðafæri eftir hornspyrnu en skot hans rétt utan vítateigs fór í varnarmann United

25. Liverpool hefur jafnað metin með sjálfsmarki frá Wes Brown. Markið var slysalegt en eftir fyrirgjöf sló Van der Sar boltann sem hafnaði í Brown og af honum lak boltinn í netið.

45. Howard Webb hefur flautað til leikhlés á Anfield þar sem staðan er jöfn, 1:1. Leikurinn hefur verið í járnum og baráttan allsráðandi. 

46. Manchester United gerði eina breytingu á liði sínu í hálfleiknum. Micheal Carrick varð fyrir meiðslum og er farinn af velli og inná er kominn Ryan Giggs.

Liverpool hefur byrjað síðari hálfleikinn vel og hafa ógnað marki Englandsmeistaranna í tvígang á fyrstu 10 mínútunum.

65. United gerir aðra breytingu á liði sínu. Paul Scholes fer af velli og í hans stað kemur Owen Hargreaves. 

67. Gríðarleg fagnaðarlæti brjótast út á meðal stuðningsmanna Liverpool en Steven Gerrard er skipt inná fyrir Yossi Benayoun. Gerrard er nýstiginn upp úr meiðslum.

69. Ryan Giggs á glæsilegt skot að marki Liverpool en Reina markvörður Liverpool gerir vel í að slá boltann yfir markið.

70. Liverpool gerir aðra breytingu. Spánverjinn Albert Riera er kallaður af velli í sínum fyrsta leik með liðinu og Hollendingurinn Ryan Babel tekur stöðu hans. Riera stóð sig vel og lofar góðu fyrir Liverpool-liðið.

76. Ryan Babel kemur Liverpool í 2:1 eftir góðan sprett frá Arbeloa og sendingu síðan frá Kuyt.

77. Anderson fer af velli hjá United og inná er kominn Nani.

88. Nemanja Vidic miðvörður United fær að líta sitt annað gula spjald og þarf því að yfirgefa völlinn. Meistararnir eru þar með mann færri.

89. Dirk Kuyt var í dauðafæri en Van der Sar sá við landa sínum.

Liverpool: Reina, Arbeloa, Aurelio, Carragher, Skrtel, Alonso, Mascherano, Riera, Benayoun, Keane, Kuyt. Varamenn: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Ngog, Torres, Gerrard, Babel.

Man Utd: Van der Sar, Brown, Ferdinand, Vidic, Evra, Rooney, Scholes, Carrick, Anderson, Tevez, Berbatov. Varamenn: Kuszczak, Nani, Evans, Hargreaves, O'Shea, Fletcher, Giggs.
Dirk Kuyt og Patrice Evra eru báðir í byrjunarliðinu.
Dirk Kuyt og Patrice Evra eru báðir í byrjunarliðinu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert