Fyrsti leikur Zola í dag

Gianfranco Zola er tilbúinn í slaginn með West Ham.
Gianfranco Zola er tilbúinn í slaginn með West Ham. Reuters

Fyrsti leikur Ítalans Gianfranco Zola við stjórnvölinn hjá liði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni fer fram í dag þegar liðið tekur á móti Newcastle United á heimavelli sínum.

Segir nýi stjórinn að áherslan verði lögð á sóknarfótbolta ólíkt fyrirrennaranum Alan Curbishley sem ætti að kæta stuðningsmenn félagsins.

Stórt viðtal er við Zola í dagblaðinu Sun á Englandi þar sem hann segir ást sína á sóknarbolta komna frá Diego Maradona en þeir léku um tíma saman hjá liði Napoli á sínum tíma.

„Maradona gleymi ég aldrei. Hann kenndi mér gríðarlega mikið og ég reyndi ávallt að ná honum í getu alla mína tíð. En sóknarboltinn sem hann kenndi mér er sá sami og ég ætla að reyna að koma á hjá West Ham enda skemmtilegasti boltinn sem áhorfendur geta séð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert