Torres skaut Liverpool á toppinn

Fernando Torres og Robbie Keane fagna saman marki þess fyrrnefnda …
Fernando Torres og Robbie Keane fagna saman marki þess fyrrnefnda á Goodison Park í dag. Reuters

Liverpool er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir sannfærandi 2:0 sigur á grönnum sínum í Everton en liðin áttust við á Goodison Park, heimavelli Everton. Spánverjinn snjalli Fernando Torres skoraði bæði mörk Liverpool, það fyrra á 59. mínútu og það síðara á 62. mínútu.

Enn eitt rauða spjaldið leit dagsins í ljós í rimmu grannliðanna en Ástralinn Tim Cahill var rekinn í bað þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.

Liverpool hefur 14 stig í efsta sæti, Arsenal hefur 12 en á leik til góða gegn Hull síðar í dag og Chelsea hefur 11 stig en liðið sækir Stoke heim í dag.

 Smellið hér til að skoða atvikalýsingu frá leiknum.

Tony Hibbert og Steven Gerrard takast á í leiknum á …
Tony Hibbert og Steven Gerrard takast á í leiknum á Goodison Park í dag. Reuters
Frá viðureign liðanna á Goodison Park á síðustu leiktíð.
Frá viðureign liðanna á Goodison Park á síðustu leiktíð. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert