Woodgate sér margt líkt með Tottenham og Leeds

Jonathan Woodgate miðvörður Tottenham.
Jonathan Woodgate miðvörður Tottenham. Reuters

Jonathan Woodgate miðvörður Tottenham segist sjá margt líkt með liðinu og liði Leeds þegar það féll úr úrvalsdeildinni árið 2004. Tottenham situr á botni úrvalsdeildarinnar með aðeins 2 stig eftir 8 leiki og tapaði í kvöld fyrir Udinese, 2:0, í UEFA-bikarnum.

,,Fólk segir að við séum of góðir til fara niður en við erum það ekki. Ég sá þetta gerast hjá Leeds og það lið var betra en það sem við erum með. Það sjá það allir að við erum í bullandi fallbaráttu og það stefnir í að illa fari verði ekki breyting til batnaðar og það strax,“ sagði Woodgate við BBC eftir leikinn við Udinese en hann fór frá Leeds til Newcastle ári áður Leeds féll.

Tottenham hefur tapað fjórum af fimm síðustu leikjum sínum og mætir Bolton í úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

,,Við leikmenn verðum að taka á okkur ábyrgð og það á skella skuldinni á okkur en ekki knattspyrnstjórann eða stjórnina,“ segir Woodgate.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert