Ævintýri Hull heldur áfram

Phil Brown knattspyrnustjóri Hull.
Phil Brown knattspyrnustjóri Hull. Reuters

Ævintýri nýliða Hull í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram. Hull sótti WBA heim í dag og fór með sigur af hólmi, 3:0. Hull komst með sigrinum upp að hlið stórliðanna Chelsea og Liverpool en öll liðin hafa 20 stig en á morgun tekur Chelsea á móti Liverpool í sannkölluðum.

Markalaust var í hálfleik í leiknum á The Hawthorns í dag en eftir tveggja mínútna leik í seinni hálfleik skoraði Kamel Zeyetta fyrsta markið með skalla eftir hornspyrnu. Stundarfjórðungi síðar bætti Geovanni við öðru markinu og sínu fjórða á leiktíðinni og það var síðan Marlon King sem innsiglaði sigur nýliðanna þegar hann skoraði af öryggi framhjá Scott Carson markverði WBA.

Úrslitin gefa þó kannski ekki rétta mynd af leiknum því heimamenn fengu mörg góð færi og þrívegis björguðu markstangirnar Hull ásamt því að markvörður liðsins átti góðan dag. Seiglan og baráttan í leikmönnum Hull var hins vegar til fyrirmyndar og árangur liðsins til þessa er stórkostlegur en þess ber að geta að fyrir áratug var liðið í neðsta sæti í 3. deildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert