Redknapp hlakkar til að mæta Liverpool í næsta leik

Redknapp hefur blásið nýju lífi í Totttenham liðið, eftir hræðilega …
Redknapp hefur blásið nýju lífi í Totttenham liðið, eftir hræðilega byrjun þess á tímabilinu. Reuters

 Harry Redknapp er ánægður með jafntefli sinna manna í Tottenham gegn erkifjendunum í Arsenal í gær. Hann vonast til að frammistaðan blási eldmóði í leikmenn sína.

„Þetta var ein besta endurkoma liðs sem ég hef stýrt,“ sagði Redknapp eftir ótrúlegan 4-4 leik, þar sem Tottenham jafnaði metin á síðustu mínútum leiksins, eftir að hafa lent undir 3-1 og 4-2, en David Bentley kom gestunum yfir með´frábæru langskoti af um 35 metra færi.

„Ég hef ekki upplifað marga slíka leiki. Ég sá Manchester United vinna Arsenal 5-4, viku fyrir harmleikinn í Munchen. Ég get ekki beðið eftir að mæta Liverpool í næsta leik. Komi þeir bara, við munum gera harða atlögu að þeim. Það verður erfitt að sigra Tottenham á laugardaginn,“ sagði Redknapp fullur eldmóðs.

Liðið situr þó enn í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar ensku, með sex stig, en næstir þeim eru Bolton Wanderers og Wigan Athletic, bæði með átta stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert