Maradona byrjar á Hampden Park

Diego Maradona stýrir argentínska landsliðinu í knattspyrnu í fyrsta sinn á Hampden Park í Glasgow í Skotlandi þann 19. nóvember þegar Skotar taka á móti Argentínumönnum í vináttuleik. Argentínska knattspyrnusambandið mun tilkynna formlega um ráðningu á Maradona á þriðjudaginn en kappinn er á leið til Englands um helgina.

Maradona ætlar að hitta nokkra af Argentínumönnunum sem spila í ensku úrvalsdeildinni um helgina og hyggst hann sjá Carlos Tevez í leik með Manchester United gegn Hull á morgun og eftir þann leik mun hann bruna til London þar sem Javier Mascerhano verður í eldlínunni með Liverpool gegn Tottenham.

,,Ég mun tefla fram besta liðinu sem ég á völ á gegn Skotum,“ segir Mardona. „Ég reiknaði aldrei ekki með að fá þetta starf en ég hef dreymd um að fá tækifæri.“

Maradona tekur við landsliðsþjálfarastarfinu af Alfio Basile sem sagði eftir sér fyrr í mánuðinum eftir tap gegn Chilemönnum í undankeppni HM.

Diego Maradona.
Diego Maradona. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert