Drogba fékk þriggja leikja bann

Drogba kastar smápeningnum í átt að stuðningsmönnum Burnley.
Drogba kastar smápeningnum í átt að stuðningsmönnum Burnley. Reuters

Didier Drogba, sóknarmaður Chelsea, var í dag úrskurðaður í þriggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu, fyrir að kasta smápeningi í stuðningsmenn Burnley í leik liðanna í deildabikarnum í síðustu viku.

Drogba kom Chelsea yfir á 27. mínútu og fékk þá í sig smápening sem kastað var úr hópi stuðningsmanna Burnley. Framherjinn benti ógnandi í áttina til þeirra áður en hann kastaði peningnum til baka. Enginn tilkynnti um að hafa orðið fyrir áverka af hans völdum.

Drogba missir af heimaleikjum Chelsea gegn Newcastle og Arsenal og útileik gegn Bolton. Næsti deildaleikur hans yrði því í fyrsta lagi þann 14. desember þegar Chelsea tekur á móti West Ham á Stamford Bridge.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert