Walcott úr leik í það minnsta næstu þrjá mánuði

Theo Walcott leikur hér listir sínar með liði Arsenal.
Theo Walcott leikur hér listir sínar með liði Arsenal. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal greindi frá því í kvöld að ungstirnið Theo Walcott verði frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði vegna meiðslanna sem hann fyrir á öxl á æfingu enska landsliðsins í gær.

Walcott varð fyrir því óláni að fara úr axlarliði og sagði Wenger í viðtali við franska sjóvarpsstöðina TF1 í kvöld að það myndi líða í það minnsta þrír mánuðir þar til Walcott gæti byrjað að spila aftur.

Þetta er mikið áfall fyrir lið Arsenal en hefur þessi 19 ára gamli kantmaður hefur átt fast sæti í Lundúnaliðinu og verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert