Gallas sviptur fyrirliðastöðunni og verður ekki í hópnum á morgun

Arsene Wenger og William Gallas.
Arsene Wenger og William Gallas. Reuters

William Gallas hefur verið sviptur fyrirliðastöðunni hjá Arsenal og verður ekki í leikmannahópi liðsins í leiknum gegn Manchester City á morgun að því Sky Sports hefur heimildir fyrir.

Gallas greindi frá því vikunni að vandamál væru innan leikmannahópsins sem hefði haft áhrif á gengi liðsins á leiktíðinni en Lundúnaliðið hefur tapað fjórum leikjum í úrvalsdeildinni á tímabilinu en á síðustu leiktíð urðu þeir aðeins þrír.

,,Leikmenn hafa komið til mín í leik sem fyrirliða og rætt við mig um ákveðinn leikmann í liðinu og kvartað undan honum. Ég hef farið og talað við viðkomandi leikmann, og sýnir okkur móðgandi framkomu. Það koma tímar þar sem ég skil ekki hvernig svona lagað getur gerst. Ég vil ekki gefa upp nafn en þetta er mjög svekkjandi. Ég er 31 árs, leikmaðurinn er sex árum yngri en ég," sagði Gallas við fréttastofu AP í vikunni.

þessi ummæli hafa greinilega dregið dilk á eftir en Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal-liðsins ku hafa brugðist afar illa við þessum ummælum Frakkans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert