Manchester City - Arsenal, 2:0 - Grétar Rafn með fyrsta mark dagsins

Robinho skoraði glæsilegt mark.
Robinho skoraði glæsilegt mark. Reuters

Toppliðunum í ensku úrvalsdeildinni gekk ekki sem best í dag. Liverpool varð að láta sér lynda markalaust jafntefli við Fulham á heimavelli og Chelsea gerði sömuleiðis markalaust jafntefli á heimavelli gegn Newcastle. Arsenal steinlá hins vegar fyrir Manchester City, 3:0.

Steven Ireland, Robinho og Daniel Sturridge gerðu mörkin fyrir Manchester City og vandræðin aukast hjá Arsenal. Strákarnir hans Arsene Wengers hafa nú tapað fimm leikjum í deildinni.

Liverpool réð ferðinni gegn Fulham en tókst ekki að finna leið framhjá Mark Schwarzer markverði Fulham.

Chelsea náði heldur ekki að brjóta varnarmúr gesta sinna á Stamford Bridge en baráttuglaðir liðsmenn Newcastle héldu jöfnu. Joe Cole náði að vísu að koma boltanum í markið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í Bolton unnu góðan útisigur á Middlesbrough, 3:1. Grétar skoraði fyrsta markið í leiknum en þó gæti verið að Kevin Davies eigni sér það því kollspyrna Grétars fór í bakið á Davies og inn.

Hermann Hreiðarsson sat allan tímann á bekknum hjá Portsmouth sem varð að gera sér 2:2 jafntefli að góðu gegn Hull.

Sjá textalýsingu frá leikjum dagsins hér að neðan:

8. Grétar Rafn Steinsson er búinn að skora fyrsta mark dagsins með skalla eftir hornspyrnu sem hafði viðkomu í Kevin Davies. Spurning hvort Davies eigi sér markið en báðir fögnuðu þeir markinu, Bolton er 1:0 yfir gegn Middlesbrough á Riverside.

10. Bolton er komið í 2:0 en Matthew Taylor skoraði með góðu skoti.

20. Peter Crouch er búinn að koma Portsmouth yfir gegn Hull með skalla af stuttu færi.

45. Steven Ireland kemur Manchester City yfir á móti Arsenal á Manchester Stadium með skoti af stuttu færi eftir mistök í vörn Arsenal. Eins og fram komið var William Gallas sviptur fyrirliðabandinu og er ekki í leikmannahópnum. Manuel Almunina er með fyrirliðabandið hjá Lundúnaliðinu.

54. Nýliðar Hull eru búnir að jafna metin gegn Portsmouth á Fratton Park. Michael Turner skoraði markið með skalla.

55. Brasilíumaðurinn Robinho kemur Manchester City í 2:0 gegn Arsenal. Robinho slapp í gegnum vörn Arsenal og skoraði með glæsilegu vippuskoti.

58. Toppliðin Chelsea og Liverpool eru bæði að gera markalaust jafntefli. Chelsea á í höggi við Newcastle á heimavelli og Liverpool er með Fulham í heimsókn.

60. Joe Cole kemur boltanum í netið hjá Newcastle en markið er dæmd af vegna rangstöðu.

63. Bakvörðurinn skæði Glenn Johnson kemur Portsmouth í 2:1 gegn nýliðum Hull á Fratton Park. Johnson tók boltann niður á brjóstið og skoraði með viðstöðulausu skoti. Glæsilegt mark.

77. Emanuel Pogatetz minnkar muninn í 2:1 fyrir Middlesbrough gegn Bolton á heimavelli sínum.

78. Bolton var ekki að lengi að svara því Svíinn Johan Elmander skoraði þriðja mark liðsins rétt eftir að fagnaðarlátum Boro var að ljúka.

84. Mamady Sidibe er búinn að koma Stoke yfir í nýliðaslagnum gegn WBA á Britannia.

88. Gamla brýnið er búinn að jafna metin fyrir nýliða Hull gegn Portsmouth á Fratton Park en hann kom inná seint í leiknum í sínum fyrsta leik á tímabilinu.

90. Daniel Sturridge fullkomnar glæsilegan sigur Manchester City gegn Arsenel með því að koma liðinu í 3:0 með marki úr vítaspyrnu.

Fernando Torres er í fremstu víglínu hjá Liverpool.
Fernando Torres er í fremstu víglínu hjá Liverpool. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert