Man.Utd heimsækir Southampton í bikarnum

Portsmouth er bikarmeistari og byrjar titilvörnina heima gegn Bristol City.
Portsmouth er bikarmeistari og byrjar titilvörnina heima gegn Bristol City. Reuters

Bikarmeistarar Portsmouth hefja titilvörnina í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu á heimaleik gegn Bristol City. Manchester United sækir Southampton heim, Arsenal fékk heimaleik gegn Plymouth og Chelsea leikur heima gegn Southend. Dregið var til 32ja liða úrslitanna í hálfleik í viðureign Manchester City og Manchester United.

Níu utandeildalið eru enn með í keppninni og tvö þeirra gætu leikið gegn úrvalsdeildaliðum. Barrow fékk útileik við Middlesbrough og Blyth Spartans fær heimaleik við Blackburn, svo framarlega sem liðið nær að sigra Bournemouth í öðrum leik liðanna.

Möguleiki er á Íslendingaslag því QPR, sem er með Heiðar Helguson í láni, tekur á móti Burnley, liði Jóhannesar Karls Guðjónssonar.

Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton sem möluðu Sunderland á útivelli í gær, 4:1, fara aftur í heimsókn þangað.

Drátturinn í heild lítur þannig út:

Portsmouth - Bristol City
Sheffield Wednesday - Fulham
Preston - Liverpool
Birmingham - Wolves
West Ham - Barnsley
Middlesbrough - Barrow
Hull - Newcastle
Hartlepool - Stoke
Chelsea - Southend
Manchester City - Nottingham Forest
Cardiff - Reading
Ipswich - Chesterfield eða Droylesden
Charlton - Norwich
WBA - Peterborough eða Tranmere
Torquay - Blackpool
Leyton Orient - Sheffield United
Southampton - Manchester United
Millwall - Carlisle eða Crewe
Histon - Swansea
Forest Green Rovers - Derby
QPR - Burnley
Leicester - Crystal Palace
Tottenham - Wigan
Morecambe eða Cheltenham - Doncaster
Arsenal - Plymouth
Notts County eða Kettering - Eastwood Town
Bournemouth eða Blyth Spartans - Blackburn
Macclesfield - Everton
Watford - Scunthorpe
Sunderland - Bolton
Coventry - Kidderminster
Gillingham eða Stockport - Aston Villa

Leikirnir fara fram 3. og 4. janúar.

Sex lið úr úrvalsdeild utandeildaliðanna, sem er þá fimmta efsta deild í Englandi, eru á listanum. Það eru Histon, Torquay, Kidderminster, Kettering, Barrow og Forest Green Rovers.

Droylsden og Blyth Spartans eru í næstefstu deild utandeilda, sem sagt í sjöttu efstu deild, og lið Eastwood Town er einni deild neðar, eða í sjöundu efstu deild í enska pýramídanum. Tvö þessara liða, Kettering og Eastwood Town, gætu mæst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert